Íslenski boltinn

Geggjuð endurkoma hjá Keflavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keflvíkingar fagna fyrsta marki sínu í kvöld.
Keflvíkingar fagna fyrsta marki sínu í kvöld. vísir/ernir
Topplið Inkasso-deildarinnar, Keflavík, vann dramatískan sigur á ÍR á meðan Þróttur tapaði mikilvægum stigum.

Keflavík komst 1-0 yfir en lenti svo 1-2 undir. Endurkoman var frábær og Leonard Sigurðsson tryggði Keflavík öll stigin þremur mínútum fyrir leikslok.

Þróttur varð að sætta sig við tap gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Þróttur hefði getað fengið meira úr leiknum er þeir fengu víti og Brynjar Hlöðversson, fyrirliði Leiknis, var rekinn af velli.

Eyjólfur Tómasson varði aftur á móti vítaspyrnuna frá Viktori Jónssyni. Þróttarar gerðu allt hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki.

Keflavík er á toppnum með 37 stig en Þróttur og Fylkir eru með 33 stig í öðru og þriðja sæti. Leiknir komst í 29 stig með sigrinum í kvöld.

Úrslit:

Keflavík - ÍR  3-2

1-0 Adam Árni Róbertsson (26.) 1-1 Már Viðarsson (40.), 1-2 Renato Punyed (45.), 2-2 Jeppe Hansen (78.), 3-2 Leonard Sigurðsson (87.)

Leiknir R. - Þróttur 1-0

1-0 Ragnar Leósson, víti (11.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×