Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Gunni og Conor eru góðir félagar. vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“ MMA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“
MMA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sjá meira