Furða sig á ákvörðun Theodóru Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 13:07 Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42