Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 08:39 Arpaio var tíður gestur á fjöldafundum Trump í kosningabaráttunni. Þeir hafa verið bandamenn frá því að báðir sökuðu Barack Obama um að vera ekki löglegur forseti. Vísir/AFP Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana segir að Donald Trump forseti hefði ekki átt að náða fógeta frá Arizona sem var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls. Trump tilkynnti á föstudagskvöld, í þann mund sem stærsti fellibylur í áratug gekk á land í Texas, að hann hefði náðað Joe Arpaio, fyrrverandi fógeta í Maricopa-sýslu í Arizona. Arpaio var sakfelldur fyrir að óhlýðnast tilskipun dómstóls um að hann skyldi hætta að stöðva fólk eingöngu vegna þess að það leit út fyrir að vera innflytjendur. „Löggæsluembættismenn ættu að bera sérstaka ábyrgð á því að virða réttindi allra í Bandaríkjunum. Við ættum ekki að leyfa neinum að trúa því að sú ábyrgð sé skert með þessari náðun. Þingforsetinn er ekki sammála þessari ákvörðun,“ segir í yfirlýsingu Pauls Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar og einum hæst setta repúblikananaum á Bandaríkjaþingi. Fleiri háttsettir repúblikanar eins og John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, og Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, hafa gagnrýnt ákvörðun Trump, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.Arpaio lét fanga hafast við í tjaldbúðum og klæðast bleikum nærfötum til þess að niðurlægja þá.Vísir/GettyKannaði hvort að hægt væri að fella málið niður í vorArpaio var fógeti í Maricopa-sýslu í rétt tæpan aldarfjórðung en hann tapaði kosningu til embættisins í fyrra. Í embættistíð sinni var hann alræmdur fyrir að reka harða stefnu gegn innflytjendum en einnig ýmis önnur vafasöm vinnubrögð. Þannig lét hann fanga búa í tjaldbúðum í eyðimörk Arizona í mesta sumarhitanum, lét þá ganga um götur í keðjum og koma jafnvel fyrir vefmyndavélum í sumum hlutum fangelsis sýslunnar og sýndi beint þaðan á netinu. Slíkt var kapp hans í að berjast gegn ólöglegum innflytjendum að rannsóknir annarra mála sátu á hakanum, þar á meðal kynferðisofbeldismála. Þeir Trump urðu bandamenn í kringum falska samsæriskenningu þeirra um að Barack Obama, fyrrverandi forseti, hefði ekki fæðst í Bandaríkjunum. Arpaio sendi meðal annars fulltrúa til Havaí, heimaríkis Obama, til að rannsaka það. Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði spurt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, hvort hægt væri að fella málið gegn Arpaio niður þegar í vor. Forsetanum hafi verið ráðlagt að það væri óviðeigandi. Trump hafi þá ákveðið að náða Arpaio yrði hann sakfelldur. Fógetinn fyrrverandi var sakfelldur í síðasta mánuði fyrir að lítilsvirða alríkisdómstól. Refsing hafði enn ekki verið ákveðin en Arpaio, sem er 85 ára gamall, hefði geta átt hálfs árs fangelsi yfir höfði sér.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Trump hótaði lokun alríkisstjórnarinnar á furðulegum fjöldafundi Fjölmiðlar, demókratar og þingmenn repúblikana fengu það óþvegið frá Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem sleppti af sér beislinu á fjöldafundi með stuðningsmönnum í Phoenix í gær. 23. ágúst 2017 10:26
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00