Samstarfsmaður Trump bað Pútín um aðstoð Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2017 08:30 Michael Cohen sendi aðstoðarmanni Pútín póst með ósk um aðstoð í fyrra. Vísir/AFP Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni. Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Einn framkvæmdastjóra viðskiptaveldis Donalds Trump reyndi að tryggja fasteignafyrirtæki hans aðstoð Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í fyrra á sama tíma og Trump var í framboði til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í gögnum sem voru afhent Bandaríkjaþingi í gær og Washington Post segir frá. Michael Cohen, einn helsti viðskiptaráðgjafi Trump, sendi talsmanni Pútín tölvupóst þar sem hann óskaði eftir aðstoð við að koma byggingaráformum í Moskvu sem voru á ís aftur af stað í janúar í fyrra. „Þar sem þetta verkefni er of mikilvægt óska ég hér með eftir aðstoð þinni. Ég bið virðingarfyllst um að einhver, helst þú, hafir samband svo ég geti rætt smáatriðin og einnig komið á fundum á milli viðeigandi einstaklinga. Með fyrir fram þökkum og ég hlakka til að heyra í þér fljótt,“ skrifaði Cohen til Dmitrí Peskov, náins bandamanns Pútín.Trump og Pútín hittust á fundi G20-ríkjanna í sumar. Pútín er sagður hafa hjálpað Trump í kosningabaráttunni í fyrra.Vísir/AFPFékk ekkert svarWashington Post segir að þetta séu skýrustu samskipti náinna bandamanna Trump og Pútín í kosningabaráttunni sem komið hafi í ljós fram að þessu. Sérstakur rannsakandi dómsmálráðuneytisins rannsakar nú hvort að forsetaframboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Cohen, sem var varaforseti viðskiptaveldis Trump, sagði rannsakendum Bandaríkjaþings í gær að hann minntist þess ekki að hafa fengið svar frá Peskov eða að hafa haft frekari samskipti við rússneska embættismenn. Tölvupósturinn sem hann sendi á Peskov virðist einnig hafa verið sendur á almennt póstfang stjórnvalda í Kreml.Neitar að samskiptin sýni fram á samráðLögmaður Trump segir að hann hafi ekkert vitað af skeytasendingum Cohen. Það að Cohen hafi ekki fengið svar staðfesti að ekkert samráð hafi átt sér stað. Byggingaráformin snerust um að reisa Trump-turn í Moskvu. Hætt var við verkefnið í janúar í fyrra þar sem ekki fengust tilskilin leyfi fyrir framkvæmdinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Trump reyndi að byggja turn í Moskvu á meðan hann var í framboði Fyrirtæki í eigu Trump unnu að umsvifamiklum viðskiptum í Rússlandi á sama tíma og hann var að reyna að komast í Hvíta húsið. 28. ágúst 2017 10:15