Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2017 15:31 Sylvi Listhaug, hér fyrir miðju, á ráðherrafundi í Brussel á síðasta ári. Vísir/EPA Norska utanríkisráðuneytið varaði í síðustu viku sænsk stjórnvöld við að annarleg sjónarmið kynnu að leggja að baki heimsókn Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherra Noregs, til Svíþjóðar. Frá þessu greinir Aftonbladet.Listhaug var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar, Heléne Fritzon, aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. Ónafngreindur heimildarmaður Aftonbladet innan sænska utanríkisráðuneytisins segir að starfsmenn norska utanríkisráðuneytisins hafi sagt fyrirætlan Listhaug vera ranga og að mögulegt kynni vera að hún myndi nýta heimsóknina í vafasömum tilgangi. Listhaug ferðaðist til Stokkhólms fyrr í dag þar sem hún hugðist meðal annars heimsækja úthverfið Rinkeby, þar sem hlutfall innflytjenda er mjög hátt og mikið er um félagsleg vandamál. Eftir að hafa aflýst fundinum sagðist Fritzon ekki vilja þátttakandi í kosningabaráttu Listhaug, en þingkosningar fara fram í Noregi þann 11. september næstkomandi. Sagði Fritzon að Listhaug væri ekki að draga upp rétta mynd af landinu. Listhaug er ráðherra Framfaraflokksins og er þekkt fyrir þá hörðu og ströngu afstöðu sem hún hefur tekið í umræðum um innflytjendamál.NRK segir að norska forsætisráðuneytinu sé ekki kunnugt um að utanríkisráðuneytið hafi varað við heimsókn norska ráðherrans. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Norska utanríkisráðuneytið varaði í síðustu viku sænsk stjórnvöld við að annarleg sjónarmið kynnu að leggja að baki heimsókn Sylvi Listhaug, innflytjendamálaráðherra Noregs, til Svíþjóðar. Frá þessu greinir Aftonbladet.Listhaug var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar, Heléne Fritzon, aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. Ónafngreindur heimildarmaður Aftonbladet innan sænska utanríkisráðuneytisins segir að starfsmenn norska utanríkisráðuneytisins hafi sagt fyrirætlan Listhaug vera ranga og að mögulegt kynni vera að hún myndi nýta heimsóknina í vafasömum tilgangi. Listhaug ferðaðist til Stokkhólms fyrr í dag þar sem hún hugðist meðal annars heimsækja úthverfið Rinkeby, þar sem hlutfall innflytjenda er mjög hátt og mikið er um félagsleg vandamál. Eftir að hafa aflýst fundinum sagðist Fritzon ekki vilja þátttakandi í kosningabaráttu Listhaug, en þingkosningar fara fram í Noregi þann 11. september næstkomandi. Sagði Fritzon að Listhaug væri ekki að draga upp rétta mynd af landinu. Listhaug er ráðherra Framfaraflokksins og er þekkt fyrir þá hörðu og ströngu afstöðu sem hún hefur tekið í umræðum um innflytjendamál.NRK segir að norska forsætisráðuneytinu sé ekki kunnugt um að utanríkisráðuneytið hafi varað við heimsókn norska ráðherrans.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Eiríkur Bergmann um norsku kosningabaráttuna: „Stjórnmál í Noregi eru mjög kurteisisleg“ Norðmenn munu kjósa sér nýtt þing mánudaginn 11. september þar sem vinstri flokkarnir undir forystu Jonas Gahr Støre munu leitast við að fella ríkisstjórn Ernu Solberg. 29. ágúst 2017 13:00