Ef það er bilað, lagaðu það! Jóna Sólveig Elínardóttir skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Flestir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á góða hagstjórn, enda kjörnir til þess að stýra landinu af ábyrgð. Það sama gilti um íslenska stjórnmálamenn síðustu áratuga. Þeir reyndu sitt besta og jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í sama stjórnmálaflokki og ég, þá ætla ég þeim ekki annað en að hafa sinnt hagstjórn landsins af heilindum. En þrátt fyrir góðan vilja sýnir sagan okkur að þeim hefur aldrei tekist að stýra peningamálum þjóðarinnar svo þau þjóni hagsmunum almennings. Þeir hafa aldrei náð að beisla ótemjuna: Krónuna. Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi kjaraskerðingum fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólga, kreppur og hrun, allt hefur þetta komið sér skelfilega fyrir launafólk í landinu. Í dag þurfa þeir sem vilja fjárfesta í húsnæði að borga heilli milljón meira á ársgrundvelli af 20 milljóna króna láni en frændur okkar Danir, vegna hárra vaxta. Útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum er lífsins ómögulegt að gera áætlanir vegna gengissveiflna. Krónan hefur alltaf reynst dýrkeypt. Þessar síendurteknu kjaraskerðingar sem almenningur hefur tekið á sig síðustu áratugi af völdum íslensku krónunnar segja okkur það eitt að krónan er gallagripur sem þjónar engum, eða a.m.k. mjög fáum. Hún þjónar ekki heimilunum, ekki landbúnaðinum, sjávarútveginum, ferðaþjónustunni eða nýsköpunarfyrirtækjunum okkar, né íslenska ríkinu. Háir vextir þjóna einungis fjármagnseigendum og sveiflurnar sem krónan veldur eru slæmar fyrir alla. Það hlýtur því að vera meginverkefni stjórnmálanna í dag að boða lausnir á krónuvandanum, öllum til hagsbóta. Viðreisn boðar framtíðarsýn í peningamálum til skemmri og lengri tíma sem miðar að því að lækka vexti. Til skemmri tíma tölum við fyrir bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil, svokallölluðu myntráði, til að skapa nauðsynlegan stöðugleika til að geta lækkað vexti. Til langframa talar Viðreisn fyrir upptöku evru, sem er samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands frá 2012 raunhæfasti kostinn í gjaldmiðlamálum Íslands fyrir utan myntráð og krónu. Núverandi velmegun hefur náðst þrátt fyrir íslensku krónuna en væri meiri án hennar. Íslendingar eiga betra skilið. Nú er tíminn fyrir breytingar!Höfundur er alþingismaður og varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á góða hagstjórn, enda kjörnir til þess að stýra landinu af ábyrgð. Það sama gilti um íslenska stjórnmálamenn síðustu áratuga. Þeir reyndu sitt besta og jafnvel þótt þeir hafi ekki verið í sama stjórnmálaflokki og ég, þá ætla ég þeim ekki annað en að hafa sinnt hagstjórn landsins af heilindum. En þrátt fyrir góðan vilja sýnir sagan okkur að þeim hefur aldrei tekist að stýra peningamálum þjóðarinnar svo þau þjóni hagsmunum almennings. Þeir hafa aldrei náð að beisla ótemjuna: Krónuna. Síendurteknar gengisfellingar með tilheyrandi kjaraskerðingum fyrir almenning, öfgakenndar gengissveiflur, óðaverðbólga, kreppur og hrun, allt hefur þetta komið sér skelfilega fyrir launafólk í landinu. Í dag þurfa þeir sem vilja fjárfesta í húsnæði að borga heilli milljón meira á ársgrundvelli af 20 milljóna króna láni en frændur okkar Danir, vegna hárra vaxta. Útflutnings- og nýsköpunarfyrirtækjum er lífsins ómögulegt að gera áætlanir vegna gengissveiflna. Krónan hefur alltaf reynst dýrkeypt. Þessar síendurteknu kjaraskerðingar sem almenningur hefur tekið á sig síðustu áratugi af völdum íslensku krónunnar segja okkur það eitt að krónan er gallagripur sem þjónar engum, eða a.m.k. mjög fáum. Hún þjónar ekki heimilunum, ekki landbúnaðinum, sjávarútveginum, ferðaþjónustunni eða nýsköpunarfyrirtækjunum okkar, né íslenska ríkinu. Háir vextir þjóna einungis fjármagnseigendum og sveiflurnar sem krónan veldur eru slæmar fyrir alla. Það hlýtur því að vera meginverkefni stjórnmálanna í dag að boða lausnir á krónuvandanum, öllum til hagsbóta. Viðreisn boðar framtíðarsýn í peningamálum til skemmri og lengri tíma sem miðar að því að lækka vexti. Til skemmri tíma tölum við fyrir bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil, svokallölluðu myntráði, til að skapa nauðsynlegan stöðugleika til að geta lækkað vexti. Til langframa talar Viðreisn fyrir upptöku evru, sem er samkvæmt skýrslu Seðlabanka Íslands frá 2012 raunhæfasti kostinn í gjaldmiðlamálum Íslands fyrir utan myntráð og krónu. Núverandi velmegun hefur náðst þrátt fyrir íslensku krónuna en væri meiri án hennar. Íslendingar eiga betra skilið. Nú er tíminn fyrir breytingar!Höfundur er alþingismaður og varaformaður Viðreisnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun