Sport

Aníta komst ekki í undanúrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta endaði í 4. sæti í sínum riðli.
Aníta endaði í 4. sæti í sínum riðli. Vísir/EPA
Aníta Hinriksdóttir komst ekki í undanúrslit á HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í London.

Aníta hljóp í riðli 5 og hagur hennar virtist vænkast þegar Eunice Jepkoech Sum frá Kenýu datt út vegna veikinda.

Aníta byrjaði hlaupið ágætlega og var í góðri stöðu framan af. En á lokametrunum lokaðist hún inni og endaði í 4. sæti. Hún hefði þurft að enda í þremur efstu sætunum til að komast áfram í undanúrslitin sem fara fram á morgun. Aníta hljóp á 2:03,45 mínútunum.

Charlene Lipsey frá Bandaríkjunum kom fyrst í mark í riðli 5 á 2:02,74 mínútunum. Hedda Hynne frá Noregi varð önnur á 2:02,85 og Docus Ajok frá Úganda þriðja á 2:02,98. Riðill Anítu var sá hægasti af riðlunum sex.

Þetta er annað heimsmeistaramót fullorðinna sem Aníta keppir á. Hún var einnig á meðal þátttakenda á HM í Peking fyrir tveimur árum en komst ekki áfram í undanúrslit.

Fylgst var með hlaupinu í beinni textalýsingu á Vísi. Hana má lesa hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×