Ramune Pekarskyte skrifaði síðdegis undir samning við Stjörnuna en hún mun leika með Garðabæjarliðinu í Olís-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili.
Ramune kemur til Stjörnunnar frá Haukum sem hún hefur alltaf leikið með hér á landi.
„Ég var að leita eftir breytingu og var ánægð með að Stjarnan bauð mér samning,“ sagði Ramune í samtali við Vísi eftir undirritunina. En var erfitt að yfirgefa Hauka?
„Erfitt og ekki erfitt,“ svaraði Ramune sem skoraði 96 mörk í 15 deildarleikjum með Haukum á síðasta tímabili.
Stjarnan hefur tapað í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fimm ár. Ramune vonast til að liðið nái að landa þeim stóra í vetur.
„Stjarnan er alltaf að spila til úrslita en nær aldrei í stóra titilinn. Það er kominn tími á að verða Íslandsmeistarar,“ sagði Ramune.
Ramune: Var að leita eftir breytingu

Tengdar fréttir

Ramúne Pekarskyté samdi við Stjörnuna
Íslensk-litháíska stórskyttan Ramúne Pekarskyté hefur gengið til liðs við bikarmeistara Stjörnunnar í kvennahandboltanum.