Mannekla veldur óvissu hjá foreldrum og dagforeldrum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:08 Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var sagt frá manneklu á leikskólum borgarinnar en ráða þarf í 132 stöðugildi fyrir haustið. Ástandið er víða svo slæmt að ekki er hægt að taka á móti börnum sem eiga að hefja leikskólavist í ágúst. Leikskólastjóri á Jörfa hefur til að mynda varað foreldra við því að segja upp plássi hjá dagforeldrum fyrr en ástandið batnar. En það veit enginn hvenær sá tímapunktur kemur og formaður Félags dagforeldra í Reykjavík segir mikla óvissu ríkja. „Foreldrar fá ekki svar um hvenær barnið getur byrjað þannig að þeir vita ekki hvenær þeir geta sagt upp plássinu hjá dagforeldrum, sem veldur vandræðum því þá getum við ekki tekið börn sem eru á bið," segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma. En margir foreldrar sögðu upp plássi hjá dagforeldrum eða ungbarnaleikskólum í vor. Þóra Björg Gígjudóttir gerði ráð fyrir að tveggja ára sonur hennar myndi byrja í leikskóla í þessari viku en svo fékk hún bréf frá leikskólastjóranum. „Við vitum ekki hvenær hann kemst inn, hvort hann komist inn yfir höfuð, ég held það vanti sjö starfsmenn og tvo deildarstjóra á leikskólann sem hann átti að fara á, og ástandið er bara mjög lélegt.“ Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir er í sömu stöðu og segir óvissuna fara illa í tveggja ára rútínubarnið hennar. „Síðan hefur þetta áhrif á okkur foreldrana og viðveru í starfi. Við höfum þurft að tala við vinnuveitendur okkar um sveigjanleika í haust þar til lausn finnst á þessu máli.“ Borgaryfirvöld hafa boðað lækkun leikskólagjalda og opnun ungbarnadeilda. En það finnst foreldrunum varla lausn á manneklunni. „Fyrst og fremst finnst mér þurfa að bæta kjör leikskólakennara. Þeir þurfa mannsæmandi laun og að aðstaða á leikskólum sé betri. Það er stanslaus mannekla og óvissuástand hjá kennurunum og mér finnst ekkert skrýtið að enginn vilji koma og vinna á leikskólunum," segir Þóra Björg. Ingibjörg tekur í sama streng. „Það er frábært faglegt starf unnið á leikskólunum og við þurfum að hlúa vel að þessu frábæra starfsfólki sem þar er og sömuleiðis laða að nýtt og menntað starfsfólk inn á leikskólana. Ég held það sé mikilvægt að ræða hvernig viljum við hafa leikskólana og aðbúnað barna í samfélaginu í dag,“ segir hún.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira