Nýja heimsskipulagið og flóttamannavandamálið Stefán Karlsson skrifar 11. ágúst 2017 13:53 Fyrir tilstilli alþjóðavæðingarinnar er kapítalíska kerfið farið að stjórna öllum lífsaðstæðum mannkynsins. Það hefur þanið sig út til fjarlægustu kima jarðarinnar til að gera þá að efnahagslegri féþúfu. Þessi nýja efnahagslega heimsskipan, sem stundum er kennt við George Soros, birtist ekki í opnu markaðstorgi eða sanngjörnum viðskiptum. Henni má frekar líkja við gróðurhús sem sogar til sín allt sem eitt sinn var fyrir utan. Hún birtist í afgirtum heimi með ósýnilegum landamærum – óyfirstíganlegum að utanverðu – heimi sem aðskilur sitt forréttindasvið frá þeim sem standa fyrir utan. Innan gróðurhússins býr einn og hálfur milljarður þeirra sem njóta góðs af alþjóðavæðingunni. Þrisvar sinnum fleiri eru skildir eftir fyrir utan dyrnar. Hinn stöðugi flóttamannastraumur inn í Evrópu og hryðjuverkaárásir eru skammvinn áminning um hinn ofbeldisfulla heim utan glerhússins okkar – okkar verndaða umhverfis – ofbeldi sem er ekki aðeins trúarlegt, þjóðernislegt og pólitískt heldur einnig kynferðislegt. Hin endanlega orsök flóttamannastraumsins liggur í starfsemi alþjóðlegs kapítalisma og vestrænni hernaðaríhlutun. Það voru evrópsk og bandarísk afskipti af Líbýu sem stuðluðu að upplausn landsins. Það var árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak sem skapaði skilyrði fyrir uppgangi ISIS. Vesturveldin eru að miklu leyti ábyrg fyrir ástandinu í Sýrlandi með stuðningi sínum við uppreisnarmenn og erlenda málaliða sem herja á þjóðina. Það var talið brýnt að koma sýrlenskum stjórnvöldum frá völdum vegna þess að þau stóðu í vegi fyrir áformum um lagningu gasleiðslu frá Katar til Evrópu. Þessi útþenslustefna hefur skilið eftir sig fjöldann allan af ónýtum ríkjum. Hún hefur eyðilagt mörg staðbundin hagkerfi og kippt grundvellinum undan sjálfbærni þeirra. Hnattvæðing á sviði landbúnaðar hefur stuðlað að matvælaskorti í sumum heimshlutum þar sem farið er að umgangast matvælaframleiðslu sem verslunarvöru en ekki grundvallarréttindi þeirra fátæku. Nærtækt dæmi er Mexíkó, matvælainnflytjandi með ónýta landbúnaðarframleiðslu innanlands, sem flytur milljónir íbúa sinna til Bandaríkjanna. Matvælaskortinn í Afríku og Asíu má að stórum hluta skrifa á reikning alþjóðlegrar langtímastefnu Vesturlanda, sem Bandaríkin og Evrópusambandið framfylgja og sem Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa unnið eftir áratugum saman. Þessi stefna neyddi lönd í þessum heimshluta til að hætta opinberum stuðningi við uppgræðslu lands, kaup á betra útsæði og öðrum landbúnaðarafurðum. Í kjölfarið var farið nýta besta landið til framleiðslu útflutningsafurða sem leiddi til þess að sjálfbær matvælaframleiðsla landanna eyðilagðist. Staðbundinn landbúnaður var samþættur alþjóðlega hagkerfinu. Á meðan uppskeran var flutt út voru bændurnir hraktir burt af landi sínu. Þeim var komið fyrir í fátæktarhverfum borganna þar sem þeir voru aðgengilegir sem vinnuafl við ómanneskjulegar vinnuaðstæður. Afleiðingin er sú að þessi lönd urðu í vaxandi mæli að reiða sig á innflutt matvæli sem gerði þau sífellt berskjaldaðri fyrir markaðssveiflum. Hin gríðarlega hækkun á korntegundum á umliðnum árum hefur valdið hungursneyð í löndum allt frá Haiti til Eþjópíu. Einna verst er þó ástandið í Kongó. Þar ríkir viðvarandi ofbeldi sem hefur kostað um það bil fjórar milljónir manna lífið. Kongó er eitt skýrasta dæmið um ónýtt ríki þar sem átökin í landinu snúast aðallega um aðgang að og yfirráð yfir eðalmálmum og viðskiptum í tengslum við þá. Undir yfirborði stríðsrekstrar í mannúðarskyni má greina umsvif alþjóðlegs kapítalisma. Kongó er ekki lengur til sem sameinað ríki. Það skiptist í fjöldann allan af landsvæðum, sem lúta stjórn staðbundinna stríðsherra og þeir stjórna sínum landskika fyrir tilstilli herja sem hafa á að skipa uppdópuðum börnum. Allir þessir stríðherrar hafa viðskiptatengsl við erlend fyrirtæki eða samsteypur sem mergsjúga námurnar á svæðinu í hagnaðarskyni. Flestir flóttamannanna koma frá ónýtum ríkjum á borð við Kongó þar sem opinber yfirvöld eru meira og minna óstarfshæf. Þessi upplausn ríkisvaldsins og rótlaus tilvera íbúanna er afleiðing af alþjóðlegum efnahagsumsvifum og stjórnmálum. Í sumum tilfellum eins og í Líbýu, Írak og Sýrlandi er hún bein afleiðing af vestrænum afskiptum. Í drungalegum spádómsorðum sem Gaddafi ofursti mælti skömmu fyrir dauða sinn sagði hann: Hlustið nú þið fulltrúar NATO. Þið eruð að sprengja niður þann vegg sem stóð gegn afrískum fólksflutningum til Evrópu og gegn hryðjuverkamönnum Al-Qaeda. Þessi veggur var Líbýa. Þið eruð að brjóta hann niður. Þið eruð fábjánar og þið munuð brenna í helvíti vegna þúsunda flóttamanna frá Afríku. Þegar Gaddafi var drepinn lýsti þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, sigrihrósandi yfir: „Við komum, sáum og hann dó.“ Flóttamannakreppan er aðallega afleiðing af stefnu Bandaríkjanna og Evrópu. Eyðilegging Íraks og Líbýu og tilraunir til að steypa Bashar Assad í Sýrlandi fyrir tilstilli íslamskra róttæklinga – þetta er það sem stefna Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snýst um og hundrað þúsunda flóttamanna eru afleiðing hennar. Angela Merkel lýsti því yfir að þýska nútímasamfélagið og Evrópa séu búin undir vandamálin. Það er lygi og vitleysa. Nú hefur myndast flókið hagkerfi fólksflutninga, iðnaður sem veltir milljörðum dollara. Hvar er evrópska upplýsingaþjónustan, sem er ætlað að rannsaka þessa myrku undirheima? Tímabil mansals, ódýrs vinnuafls og nýtt form þrælahalds virðist vera að hefjast með nýju tímaskeiði alþjóðlegs kapítalisma.Evrópusambandið og nýja heimsskipanin Það er stefna Evrópusambandsins að laga sig að þróun í anda alþjóðavæðingar. Stjórnmálastefna þess undanfarið er aðeins örvæntingafull tilraun til að aðlaga Evrópu að nýjum alþjóðlegum kapítalisma. Ómannúðleg kúgunarstefnu þess gagnvart Grikklandi sýnir glöggt hvernig það gengur erinda alþjóðlegra fjármagnsafla. Skortur á lýðræði innan Evrópusambandsins er sífellt að verða augljósari og lýðræðishalli bandalagsins virðist vera óhjákvæmilegur fylgifiskur skipulagsins. Hvert var lýðræðislegt umboð Angelu Merkel þegar hún setti fram sína frægu yfirlýsingu þar sem hún bauð hundruð þúsunda manna til Þýskalands og skipaði öðrum bandalagsríkjum að gera slíkt hið sama? Hvað gaf henni rétt til að koma á slíkum róttækum breytingum á þýskum lífsháttum án lýðræðislegs samráðs? Hefði ekki verið nærtækara að ráðast að rótum vandans með því t.d. að hætta stuðningi við hryðjuverkaöfl í Sýrlandi og stöðva þannig hið viðurstyggilega stríð í landinu? Hvergi birtist þessi lýðræðishalli Evrópusambandsins betur en í alþjóðlega viðskiptasamningnum TTIP (Transatlantic Trade and Investment Partnership). Það er dæmigert að þegar blaðamaður spurði stjórnarnefndarmann viðskiptamála Evrópusambandsins, Ceciliu Malmström, hvernig hún gæti haldið áfram stuðningi sínum við TTIP frammi fyrir víðtækri andstöðu almennings svaraði hún án kinnroða: „Ég sæki ekki umboð mitt frá evrópskum almenningi.“ Hin almenna mynd af félagslegum áhrifum TTIP er nógu skýr. Hún felur hvorki meira né minna í sér en ruddalega árás á lýðræðið. Hvergi kemur þetta skýrar fram en í tilviki hins svonefnda Ríkjasamkomulags um fárfestingaágreining (ISDS) sem heimilar fyrirtækjum að stefna stjórnvöldum ef stefna þeirra leiðir af sér skerðingu á hagnaði. Þetta þýðir einfaldlega að lýðræðislega umboðslaus þverþjóðleg fyrirtæki geta ákveðið stefnu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Sænska orkufyrirtækið Vattenfall hefur krafið þýsk stjórnvöld um milljarða dollara vegna ákvörðunar þeirra um að loka kjarnorkuverum í áföngum í kjölfar stórslyssins í Fúkisama. Opinberri heilbrigðisstefnu, sem lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa hrundið í framkvæmd, stendur ógn af orkurisa vegna hugsanlegrar gróðaskerðingar. En það eru ekki bara hin stóru efnahagslegu fyrirtæki Evrópu sem munu sogast inn í hringiðu alþjóðamarkaðarins með TTIP samningnum. Menningarleg og listræn framleiðslu verður einnig hluti af ríkjandi raunhagkerfi alþjóðlegs kapítalisma. Mun þjóðlegur kvikmyndaiðnaður Evrópulanda geta staðist áhlaup Hollywoodrisans? Mun evrópsk menning lifa af reglur TTIP og hvaða áhrif mun samningurinn hafa á hagkerfi álfunnar? Mun Evrópa ekki hægt og bítandi verða það sem Forn-Grikkland var fyrir Rómverska heimsveldið, ákjósanlegur staður fyrir bandaríska og kínverska ferðamenn, áfangastaður menningartúrista með fortíðarþrá en enga þungavigt í veröldinni? Marklausar yfirlýsingar og ofbeldi án markmiðs Það er holur hljómur í málflutningi vestrænna stjórnmálamanna þegar þeir þykjast vera að gagnrýna hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Við vitum öll að þrátt fyrir formlega fordæmingu og afneitun úr öllum áttum eru til öfl og ríki, sem ekki einungis umbera það með þegjandi samþykki heldur beinlínis aðstoða það. Það þarf meira til að uppræta hryðjuverkastarfsemi en þær aumkunarverðu og léttvægu yfirlýsingar vestrænna stjórnmálamanna að hin opnu lýðræðislegu ríki muni ekki láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á lífshætti okkar. Í stað þess að snúa blinda auganu að vandanum ættu þeir að spyrja sig óþægilegra spurninga – hvað það er sem gerir slíkri starfsemi kleift að þrífast – og beita sér raunverulega að því að uppræta hann. Við skulum líka forðast að taka undir þann vinstri-frjálslynda víxlsöng, þær hrokafullu siðaprédikanir, að ekki sé hægt að berjast gegn hryðjuverkum með valdbeitingu, að ofbeldi leiði af sér meira ofbeldi. Margir vinstri menn eru haldnir þeirri barnalegu firru að ekki megi gagnrýna öfgaíslam vegna þess að íslam standi með einhverjum hætti gegn alþjóðlegum kapítalisma. Þessari forsendu ber fortakslaust að hafna. Það má auðveldlega bera kennsl á þá pólitísku valkosti sem íslamisminn býður upp á. Þeir ná allt frá fasískum níhilisma, sem nærist á kapítalismanum, til þess sem Sádi-Arabía stendur fyrir. Er hægt að ímynda sér land sem er meira aðlagað alþjóðlegum kapítalisma en Sádi-Arabía eða eitthvert af Sameinuðu arabísku furstadæmunum? Það mesta sem íslamisminn getur boðið upp á (í sínu „nútímalega“ afbrigði) er enn einn „valkostur nútímavæðingarinnar,“ afbrigði af kapítalisma án andstæðna sem líkist engu öðru en fasisma. Daður margra vinstri manna við íslamskan fasisma birtist í tilraunum þeirra til að þagga niður gagnrýni á hugmyndafræði hans og hvernig þeir víkja sér undan að gagnrýna hina viðurstyggilegu hryðjuverkastarfsemi í hennar nafni. Íslömsk hryðjuverkastarfsemi hefur engin uppbyggileg markmið, enga jákvæða framtíðarsýn. Fjöldamorð íslamista í nafni trúarinnar er einfaldlega tjáning á vanmætti sem breytist í sjálfseyðandi reiði án neinna alvarlegra hugsjóna. Þau endurspegla einfaldlega ófullnægða þrá eftir Vestrinu sem íslamistarnir sjá fram á að verði ekki fullnægt. Þá breytist vonbrigði og öfund með róttækum hætti í blóðugt og sjálfseyðandi hatur gagnvart Vesturlöndum sem snýst upp í ofbeldisfullar hefndaraðgerðir. Megineinkenni bókstafstrúaðs íslamsks fasisma er öfund. Íslömsk bókstafstrú á sér rætur í þránni eftir Vestrinu sem birtist í sjálfu hatrinu á Vestrinu. Vonlaus þrá breytist í árásarhneigð og íslam er einfaldlega farvegur til að veita þessu sjálfseyðandi hatri útrás. Þegar menn hafa markmið og rekast á veggi beina fyrirstöðurnar þeim frá markmiði sínu og þeir verða uppteknari af hindrununum, sem þeir vilja losna við, en þeim markmiðum sem þeir vilja ná. Þá verða þeir uppstökkir og hatursfullir og nautn þeirra verður eingöngu neikvæð. Hún leitast ekki við að finna fullnægingu í eigin velgengni eða baráttunni fyrir betra samfélagi heldur í ógæfu annarra. Erfiðasta og mikilvægasta viðfangsefnið, sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir, er að útrýma þeim aðstæðum sem skapa flóttamenn. Lausnin felst ekki í því að leika hina göfugu sál þeirra hræsnara sem mæla með opnum landamærum til að geta sýnt fram á siðferðilega yfirburði sína. Innst inni vita þeir að það mun aldrei verða vegna þess að það mun á augabragði koma af stað almennri uppreisn í Evrópu. Það felst engin lausn í því að meðhöndla flóttamennina sem viðfangsefni ölmusuaðstoðar og leyfa þeim aðstæðum sem neyddu þá til að yfirgefa lönd sín að þrífast. Það er heldur ekki lausn að takmarka flóttamannastrauminn með því að beygja sig undir tyrkneska fjárkúgun og umbuna þannig einum helsta sökudólgnum í sambandi við uppgang ISIS í Sýrlandi. Meginástæða flóttamannavandans er hin nýja heimsskipan alþjóðlegs kapítalisma nútímans og útþenslustefna hans. Eini raunhæfi möguleikinn er því að endurskipuleggja alþjóðasamfélagið þannig að örvæntingafullir flóttamenn neyðist ekki lengur til að leggja land undir fót. Ef það verður ekki gert með róttækum hætti munu innflytjendur frá Grikklandi og öðrum evrópskum löndum brátt sameinast afrískum flóttamönnum.Höfundur er stjórnmálafræðingur og guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tilstilli alþjóðavæðingarinnar er kapítalíska kerfið farið að stjórna öllum lífsaðstæðum mannkynsins. Það hefur þanið sig út til fjarlægustu kima jarðarinnar til að gera þá að efnahagslegri féþúfu. Þessi nýja efnahagslega heimsskipan, sem stundum er kennt við George Soros, birtist ekki í opnu markaðstorgi eða sanngjörnum viðskiptum. Henni má frekar líkja við gróðurhús sem sogar til sín allt sem eitt sinn var fyrir utan. Hún birtist í afgirtum heimi með ósýnilegum landamærum – óyfirstíganlegum að utanverðu – heimi sem aðskilur sitt forréttindasvið frá þeim sem standa fyrir utan. Innan gróðurhússins býr einn og hálfur milljarður þeirra sem njóta góðs af alþjóðavæðingunni. Þrisvar sinnum fleiri eru skildir eftir fyrir utan dyrnar. Hinn stöðugi flóttamannastraumur inn í Evrópu og hryðjuverkaárásir eru skammvinn áminning um hinn ofbeldisfulla heim utan glerhússins okkar – okkar verndaða umhverfis – ofbeldi sem er ekki aðeins trúarlegt, þjóðernislegt og pólitískt heldur einnig kynferðislegt. Hin endanlega orsök flóttamannastraumsins liggur í starfsemi alþjóðlegs kapítalisma og vestrænni hernaðaríhlutun. Það voru evrópsk og bandarísk afskipti af Líbýu sem stuðluðu að upplausn landsins. Það var árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak sem skapaði skilyrði fyrir uppgangi ISIS. Vesturveldin eru að miklu leyti ábyrg fyrir ástandinu í Sýrlandi með stuðningi sínum við uppreisnarmenn og erlenda málaliða sem herja á þjóðina. Það var talið brýnt að koma sýrlenskum stjórnvöldum frá völdum vegna þess að þau stóðu í vegi fyrir áformum um lagningu gasleiðslu frá Katar til Evrópu. Þessi útþenslustefna hefur skilið eftir sig fjöldann allan af ónýtum ríkjum. Hún hefur eyðilagt mörg staðbundin hagkerfi og kippt grundvellinum undan sjálfbærni þeirra. Hnattvæðing á sviði landbúnaðar hefur stuðlað að matvælaskorti í sumum heimshlutum þar sem farið er að umgangast matvælaframleiðslu sem verslunarvöru en ekki grundvallarréttindi þeirra fátæku. Nærtækt dæmi er Mexíkó, matvælainnflytjandi með ónýta landbúnaðarframleiðslu innanlands, sem flytur milljónir íbúa sinna til Bandaríkjanna. Matvælaskortinn í Afríku og Asíu má að stórum hluta skrifa á reikning alþjóðlegrar langtímastefnu Vesturlanda, sem Bandaríkin og Evrópusambandið framfylgja og sem Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa unnið eftir áratugum saman. Þessi stefna neyddi lönd í þessum heimshluta til að hætta opinberum stuðningi við uppgræðslu lands, kaup á betra útsæði og öðrum landbúnaðarafurðum. Í kjölfarið var farið nýta besta landið til framleiðslu útflutningsafurða sem leiddi til þess að sjálfbær matvælaframleiðsla landanna eyðilagðist. Staðbundinn landbúnaður var samþættur alþjóðlega hagkerfinu. Á meðan uppskeran var flutt út voru bændurnir hraktir burt af landi sínu. Þeim var komið fyrir í fátæktarhverfum borganna þar sem þeir voru aðgengilegir sem vinnuafl við ómanneskjulegar vinnuaðstæður. Afleiðingin er sú að þessi lönd urðu í vaxandi mæli að reiða sig á innflutt matvæli sem gerði þau sífellt berskjaldaðri fyrir markaðssveiflum. Hin gríðarlega hækkun á korntegundum á umliðnum árum hefur valdið hungursneyð í löndum allt frá Haiti til Eþjópíu. Einna verst er þó ástandið í Kongó. Þar ríkir viðvarandi ofbeldi sem hefur kostað um það bil fjórar milljónir manna lífið. Kongó er eitt skýrasta dæmið um ónýtt ríki þar sem átökin í landinu snúast aðallega um aðgang að og yfirráð yfir eðalmálmum og viðskiptum í tengslum við þá. Undir yfirborði stríðsrekstrar í mannúðarskyni má greina umsvif alþjóðlegs kapítalisma. Kongó er ekki lengur til sem sameinað ríki. Það skiptist í fjöldann allan af landsvæðum, sem lúta stjórn staðbundinna stríðsherra og þeir stjórna sínum landskika fyrir tilstilli herja sem hafa á að skipa uppdópuðum börnum. Allir þessir stríðherrar hafa viðskiptatengsl við erlend fyrirtæki eða samsteypur sem mergsjúga námurnar á svæðinu í hagnaðarskyni. Flestir flóttamannanna koma frá ónýtum ríkjum á borð við Kongó þar sem opinber yfirvöld eru meira og minna óstarfshæf. Þessi upplausn ríkisvaldsins og rótlaus tilvera íbúanna er afleiðing af alþjóðlegum efnahagsumsvifum og stjórnmálum. Í sumum tilfellum eins og í Líbýu, Írak og Sýrlandi er hún bein afleiðing af vestrænum afskiptum. Í drungalegum spádómsorðum sem Gaddafi ofursti mælti skömmu fyrir dauða sinn sagði hann: Hlustið nú þið fulltrúar NATO. Þið eruð að sprengja niður þann vegg sem stóð gegn afrískum fólksflutningum til Evrópu og gegn hryðjuverkamönnum Al-Qaeda. Þessi veggur var Líbýa. Þið eruð að brjóta hann niður. Þið eruð fábjánar og þið munuð brenna í helvíti vegna þúsunda flóttamanna frá Afríku. Þegar Gaddafi var drepinn lýsti þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, sigrihrósandi yfir: „Við komum, sáum og hann dó.“ Flóttamannakreppan er aðallega afleiðing af stefnu Bandaríkjanna og Evrópu. Eyðilegging Íraks og Líbýu og tilraunir til að steypa Bashar Assad í Sýrlandi fyrir tilstilli íslamskra róttæklinga – þetta er það sem stefna Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snýst um og hundrað þúsunda flóttamanna eru afleiðing hennar. Angela Merkel lýsti því yfir að þýska nútímasamfélagið og Evrópa séu búin undir vandamálin. Það er lygi og vitleysa. Nú hefur myndast flókið hagkerfi fólksflutninga, iðnaður sem veltir milljörðum dollara. Hvar er evrópska upplýsingaþjónustan, sem er ætlað að rannsaka þessa myrku undirheima? Tímabil mansals, ódýrs vinnuafls og nýtt form þrælahalds virðist vera að hefjast með nýju tímaskeiði alþjóðlegs kapítalisma.Evrópusambandið og nýja heimsskipanin Það er stefna Evrópusambandsins að laga sig að þróun í anda alþjóðavæðingar. Stjórnmálastefna þess undanfarið er aðeins örvæntingafull tilraun til að aðlaga Evrópu að nýjum alþjóðlegum kapítalisma. Ómannúðleg kúgunarstefnu þess gagnvart Grikklandi sýnir glöggt hvernig það gengur erinda alþjóðlegra fjármagnsafla. Skortur á lýðræði innan Evrópusambandsins er sífellt að verða augljósari og lýðræðishalli bandalagsins virðist vera óhjákvæmilegur fylgifiskur skipulagsins. Hvert var lýðræðislegt umboð Angelu Merkel þegar hún setti fram sína frægu yfirlýsingu þar sem hún bauð hundruð þúsunda manna til Þýskalands og skipaði öðrum bandalagsríkjum að gera slíkt hið sama? Hvað gaf henni rétt til að koma á slíkum róttækum breytingum á þýskum lífsháttum án lýðræðislegs samráðs? Hefði ekki verið nærtækara að ráðast að rótum vandans með því t.d. að hætta stuðningi við hryðjuverkaöfl í Sýrlandi og stöðva þannig hið viðurstyggilega stríð í landinu? Hvergi birtist þessi lýðræðishalli Evrópusambandsins betur en í alþjóðlega viðskiptasamningnum TTIP (Transatlantic Trade and Investment Partnership). Það er dæmigert að þegar blaðamaður spurði stjórnarnefndarmann viðskiptamála Evrópusambandsins, Ceciliu Malmström, hvernig hún gæti haldið áfram stuðningi sínum við TTIP frammi fyrir víðtækri andstöðu almennings svaraði hún án kinnroða: „Ég sæki ekki umboð mitt frá evrópskum almenningi.“ Hin almenna mynd af félagslegum áhrifum TTIP er nógu skýr. Hún felur hvorki meira né minna í sér en ruddalega árás á lýðræðið. Hvergi kemur þetta skýrar fram en í tilviki hins svonefnda Ríkjasamkomulags um fárfestingaágreining (ISDS) sem heimilar fyrirtækjum að stefna stjórnvöldum ef stefna þeirra leiðir af sér skerðingu á hagnaði. Þetta þýðir einfaldlega að lýðræðislega umboðslaus þverþjóðleg fyrirtæki geta ákveðið stefnu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Sænska orkufyrirtækið Vattenfall hefur krafið þýsk stjórnvöld um milljarða dollara vegna ákvörðunar þeirra um að loka kjarnorkuverum í áföngum í kjölfar stórslyssins í Fúkisama. Opinberri heilbrigðisstefnu, sem lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa hrundið í framkvæmd, stendur ógn af orkurisa vegna hugsanlegrar gróðaskerðingar. En það eru ekki bara hin stóru efnahagslegu fyrirtæki Evrópu sem munu sogast inn í hringiðu alþjóðamarkaðarins með TTIP samningnum. Menningarleg og listræn framleiðslu verður einnig hluti af ríkjandi raunhagkerfi alþjóðlegs kapítalisma. Mun þjóðlegur kvikmyndaiðnaður Evrópulanda geta staðist áhlaup Hollywoodrisans? Mun evrópsk menning lifa af reglur TTIP og hvaða áhrif mun samningurinn hafa á hagkerfi álfunnar? Mun Evrópa ekki hægt og bítandi verða það sem Forn-Grikkland var fyrir Rómverska heimsveldið, ákjósanlegur staður fyrir bandaríska og kínverska ferðamenn, áfangastaður menningartúrista með fortíðarþrá en enga þungavigt í veröldinni? Marklausar yfirlýsingar og ofbeldi án markmiðs Það er holur hljómur í málflutningi vestrænna stjórnmálamanna þegar þeir þykjast vera að gagnrýna hryðjuverkasamtök á borð við Íslamska ríkið. Við vitum öll að þrátt fyrir formlega fordæmingu og afneitun úr öllum áttum eru til öfl og ríki, sem ekki einungis umbera það með þegjandi samþykki heldur beinlínis aðstoða það. Það þarf meira til að uppræta hryðjuverkastarfsemi en þær aumkunarverðu og léttvægu yfirlýsingar vestrænna stjórnmálamanna að hin opnu lýðræðislegu ríki muni ekki láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á lífshætti okkar. Í stað þess að snúa blinda auganu að vandanum ættu þeir að spyrja sig óþægilegra spurninga – hvað það er sem gerir slíkri starfsemi kleift að þrífast – og beita sér raunverulega að því að uppræta hann. Við skulum líka forðast að taka undir þann vinstri-frjálslynda víxlsöng, þær hrokafullu siðaprédikanir, að ekki sé hægt að berjast gegn hryðjuverkum með valdbeitingu, að ofbeldi leiði af sér meira ofbeldi. Margir vinstri menn eru haldnir þeirri barnalegu firru að ekki megi gagnrýna öfgaíslam vegna þess að íslam standi með einhverjum hætti gegn alþjóðlegum kapítalisma. Þessari forsendu ber fortakslaust að hafna. Það má auðveldlega bera kennsl á þá pólitísku valkosti sem íslamisminn býður upp á. Þeir ná allt frá fasískum níhilisma, sem nærist á kapítalismanum, til þess sem Sádi-Arabía stendur fyrir. Er hægt að ímynda sér land sem er meira aðlagað alþjóðlegum kapítalisma en Sádi-Arabía eða eitthvert af Sameinuðu arabísku furstadæmunum? Það mesta sem íslamisminn getur boðið upp á (í sínu „nútímalega“ afbrigði) er enn einn „valkostur nútímavæðingarinnar,“ afbrigði af kapítalisma án andstæðna sem líkist engu öðru en fasisma. Daður margra vinstri manna við íslamskan fasisma birtist í tilraunum þeirra til að þagga niður gagnrýni á hugmyndafræði hans og hvernig þeir víkja sér undan að gagnrýna hina viðurstyggilegu hryðjuverkastarfsemi í hennar nafni. Íslömsk hryðjuverkastarfsemi hefur engin uppbyggileg markmið, enga jákvæða framtíðarsýn. Fjöldamorð íslamista í nafni trúarinnar er einfaldlega tjáning á vanmætti sem breytist í sjálfseyðandi reiði án neinna alvarlegra hugsjóna. Þau endurspegla einfaldlega ófullnægða þrá eftir Vestrinu sem íslamistarnir sjá fram á að verði ekki fullnægt. Þá breytist vonbrigði og öfund með róttækum hætti í blóðugt og sjálfseyðandi hatur gagnvart Vesturlöndum sem snýst upp í ofbeldisfullar hefndaraðgerðir. Megineinkenni bókstafstrúaðs íslamsks fasisma er öfund. Íslömsk bókstafstrú á sér rætur í þránni eftir Vestrinu sem birtist í sjálfu hatrinu á Vestrinu. Vonlaus þrá breytist í árásarhneigð og íslam er einfaldlega farvegur til að veita þessu sjálfseyðandi hatri útrás. Þegar menn hafa markmið og rekast á veggi beina fyrirstöðurnar þeim frá markmiði sínu og þeir verða uppteknari af hindrununum, sem þeir vilja losna við, en þeim markmiðum sem þeir vilja ná. Þá verða þeir uppstökkir og hatursfullir og nautn þeirra verður eingöngu neikvæð. Hún leitast ekki við að finna fullnægingu í eigin velgengni eða baráttunni fyrir betra samfélagi heldur í ógæfu annarra. Erfiðasta og mikilvægasta viðfangsefnið, sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir, er að útrýma þeim aðstæðum sem skapa flóttamenn. Lausnin felst ekki í því að leika hina göfugu sál þeirra hræsnara sem mæla með opnum landamærum til að geta sýnt fram á siðferðilega yfirburði sína. Innst inni vita þeir að það mun aldrei verða vegna þess að það mun á augabragði koma af stað almennri uppreisn í Evrópu. Það felst engin lausn í því að meðhöndla flóttamennina sem viðfangsefni ölmusuaðstoðar og leyfa þeim aðstæðum sem neyddu þá til að yfirgefa lönd sín að þrífast. Það er heldur ekki lausn að takmarka flóttamannastrauminn með því að beygja sig undir tyrkneska fjárkúgun og umbuna þannig einum helsta sökudólgnum í sambandi við uppgang ISIS í Sýrlandi. Meginástæða flóttamannavandans er hin nýja heimsskipan alþjóðlegs kapítalisma nútímans og útþenslustefna hans. Eini raunhæfi möguleikinn er því að endurskipuleggja alþjóðasamfélagið þannig að örvæntingafullir flóttamenn neyðist ekki lengur til að leggja land undir fót. Ef það verður ekki gert með róttækum hætti munu innflytjendur frá Grikklandi og öðrum evrópskum löndum brátt sameinast afrískum flóttamönnum.Höfundur er stjórnmálafræðingur og guðfræðingur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun