Græðgi og skortur Árný Björg Blandon skrifar 12. ágúst 2017 21:18 Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Ég sé svo skýrt fyrir mér tvær öfgakenndar andstæður hér á landi. Peningagræðgi og peningaskort. Á meðan sumir lifa fyrir að græða bæði á ferðamönnum og löndum sínum, þá skrimtir eldra fólk á lélegri mánaðarafkomu og ungt fólk nær ekki endum saman. Hvað í ósköpunum þarf til, þannig að öllum líði vel og allir séu sáttir við sitt án þess að það bitni á öðrum? Kærleikur! Að þykja jafn vænt um náungann eins og sjálfan sig! Það er allavega góð og gæf byrjun. Þú reynir ekki að græða á fólki ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Þú hjálpar fólki að eiga fyrir sig og sína ef það er raunverulegur kærleikur í hjarta þínu. Þú setur þig í þeirra spor. Við höfum sýnt, að þegar ákveðnar erfiðar aðstæður koma upp hjá einstaklingum hér á landi eða jafnvel þeim sem lenda í erfiðum aðstæðum erlendis, t.d. vegna hamfara, þá erum við dugleg að millifæra af reikningunum okkar. Það er svo fallegt og gefur alltaf til baka! Og sýnir að peningar eru til. Í landinu okkar eru allt of margir sem skrimta frá einum mánuði til annars. Geta lítið veitt sér annað en þetta nauðsynlegasta, ef það, og þurfa að horfa í hverja krónu. Aðrir finna sér leiðir til að græða. Kaupa t.d. köku í Krónunni á 1,200 kr., skera í 6 sneiðar og selja hverja sneið á 1,200 kr. Eða eins og við fréttum í fjölmiðlum, það er reynt að selja vatnið okkar hreina og dásamlega! Ferðamönnum sagt að vatnið sé nú ekki gott til drykkjar, því er tappað á flöskur sem eru seldar fyrir nokkur hundruð krónur stk. Við þurfum að finna kærleiksleiðina. Það á við ráðamenn þjóðarinnar líka sem alltaf eru á leiðinni að gera gott úr öllu en virðast ekki takast það mjög vel þótt þeir lofi ýmsum aðferðum til þess. Eldra fólk sem hefur rutt kynslóðum leið á svo margan hátt, á betra skilið en að skrimta. Ungu fólki langar að eignast eigin íbúð, en þarf að leigja, á meðan aðrir græða á því að leigja íbúðir sínar og herbergi á þvílíku verði að manni svimar. Ég veit um nokkur tilfelli þar sem fólki var sagt upp leiguhúsnæði sínu af því að það sást leið til þess að græða meira á húsnæðinu. Þetta eru bara nokkrar pælingar af mörgum. Stundum finnst mér erfitt að vera Íslendingur.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar