Utanríkisráðherra Venesúela sagði orð Trumps hafa verið fjandsamleg og full virðingarleysis og að þau gætu raskað jafnvægi í rómönsku Ameríku. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hið nýja stjórnlagaþing Nicolas Maduros, forseta landsins, sem getur endurskrifað stjórnarskrána og hugsanlega vikið þinginu frá en þar er stjórnarandstaðan með meirihluta, hefur verið gagnrýnt víða fyrir að vera andlýðræðislegt.
Mercosur, sem inniheldur stærstu hagkerfi S-Ameríku, Argentínu og Brasilíu en auk þess Paragvæ og Úrugvæ, vék Venesúela ótímabundið úr bandalaginu, í síðustu viku.
Önnur ríki Rómönsku-Ameríku hafa einnig gagnrýnt orð Donalds Trump, þar á meðal Mexíkó, Kólumbía og Perú sem segja orð hans stangast á við grunngildi Sameinuðu Þjóðanna.