Sport

Glataður endir á glæstum ferli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Usian Bolt stífnar upp.
Usian Bolt stífnar upp. vísir/getty
Síðasta hlaup Usains Bolt, fótfráasta manns sögunnar, fór ekki eftir handritinu.

Á laugardagskvöldið keppti Bolt ásamt félögum sínum í jamaísku sveitinni í 4x100 metra boðhlaupi á HM í frjálsum íþróttum í London.

Bolt átti þarna möguleika á að ljúka ferlinum með því að vinna sín tólftu gullverðlaun á HM. Það tókst hins vegar ekki.

Bolt átti að hlaupa síðustu 100 metrana fyrir Jamaíku. En skömmu eftir að hann tók við keflinu fékk hann krampa aftan í læri og gat ekki klárað hlaupið. Breska sveitin kom fyrst í mark, sú bandaríska varð önnur og sú japanska þriðja.

„Það er sárt að sjá sanna goðsögn og sannan sigurvegara hætta svona,“ sagði Yohan Blake, samherji Bolts, um þennan magnaða spretthlaupara sem vann 11 gullverðlaun á HM og átta á Ólympíuleikum. Þá á hann heimsmetin í bæði 100 og 200 metra hlaupi.

Önnur goðsögn í frjálsíþróttaheiminum, Mo Farah, yfirgaf einnig sviðið um helgina. Hann fékk þá silfur í 10.000 metra hlaupi og tókst því ekki að vinna tvöfalt, í 5.000 og 10.000 metra hlaupi, á fimmta heimsmeistaramótinu í röð.

„Þetta hefur verið langt ferðalag en algjörlega einstakt,“ sagði Farah sem ætlar nú að einbeita sér að maraþonhlaupi.

Mo Farah ætlar núna að einbeita sér að maraþonhlaupi.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×