Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport eru komin á nýjan tíma frá og með þættinum sem verður sýndur í kvöld. Þátturinn verður sýndur klukkan 21.15 en ekki 22.00 eins og áður.
Leikirnir eru fyrr á daginn eftir því sem líður á haustið sem þýðir að hægt verður að gera þá upp fyrr á kvöldin en hingað til.
Fjórtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum og verða þeir allir gerðir upp í kvöld. Tveimur leikjum í umferðinni hefur verið frestað; ÍBV og Víkingur Ólafsvík eigast við á miðvikudag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fresta þurfti leik Fjölnis og FH fram í september.
Leikur KR og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport klukkan 18.15 í kvöld.
Pepsi-mörkin verða svo næst á dagsrká á mánudagskvöldið 21. ágúst klukkan 21.15.
Pepsi-mörkin á nýjum tíma
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
