Hundruð manna grófust undir aurflóði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Margir óðu út í drulluna í von um að bjarga ástvinum sínum. Það er hættulegt verk sé fólk ekki nægilega hávaxið til að standa upp úr forinni. vísir/afp Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum. Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Óttast er að hundruð hafi látist eftir að aurskriða fór yfir úthverfi Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Fjölmargar ólöglegar byggingar höfðu verið reistar á því svæði sem aurinn flæddi yfir. „Það er líklegt að hundruð liggi grafin undir framburðinum,“ segir Victor Foh, varaforseti landsins. „Þetta er skelfilegur atburður. Ég er algjörlega niðurbrotinn. Sem stendur vinnum við að því að girða svæðið af og koma fólki af vettvangi.“ „Hingað hafa komið yfir 300 lík og talan fer bara hækkandi,“ sagði Mohamed Sinneh, starfsmaður líkhúss í Freetown, við AFP fréttaveituna. Hann bætti því við að geymslur hússins væru yfirfullar. Tölur frá Rauða krossinum herma að að minnsta kosti 200 hafi farist. Næsta víst er talið að það sé vanáætlað. Hersveitir og björgunarlið hafa verið kallaðar út til að bjarga fólki úr rústum húsa sinna. Talið er ólíklegt að fólk sem lenti í flóðinu muni komast lífs af. Ríkissjónvarp landsins rauf útsendingu til að sýna frá björgunaraðgerðum. Myndirnar voru sláandi. Sumstaðar óð fólk aur upp að hálsi í örvæntingarfullri tilraun til að finna ástvini sem lentu undir forinni. Björgunaraðgerðir eru sérstaklega varasamar á svæðinu. Aurinn er þéttur ásjónar en sé fæti drepið óvarlega niður er mikil hætta á að hann geti gleypt mann. Flóð eru algeng í höfuðborginni en aðeins eru tvö ár síðan tíu fórust í höfuðborginni Freetown, sem er á vesturströnd Afríku, í flóðum. Um milljón manns býr í borginni en þúsundir töpuðu heimili sínu þá. Ljóst er að tjónið nú er enn meira því heilu hverfin hurfu af yfirborði jarðar í aurflóðinu. Ástæðu flóðsins má rekja til mikils úrhellis sem verið hefur í landinu undanfarna daga. Í ósamþykktum byggðum og fátækum hverfum er algengt að ástandi holræsa og vega sé ábótavant. Sumstaðar er ekki um það að ræða að slík mannvirki séu til staðar. Afleiðingin getur verið sú að regnvatn rennur ekki í rörum neðan jarðar heldur safnast saman ofanjarðar með fyrrgreindum afleiðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Síerra Leóne Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira