Sport

Fór í fóstureyðingu degi áður en hún lagði af stað á Ólympíuleikana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Richards-Ross á ÓL í London.
Richards-Ross á ÓL í London. vísir/getty
Fyrrum Ólympíumeistarinn í 400 metra hlaupi, Sanya Richards-Ross, hefur opnað umræðuna um íþróttakonur sem fara í fóstureyðingu.

Richards-Ross gaf nýlega út bók þar sem fram kemur að hún hafi farið í fóstureyðingu degi áður en hún hélt af stað á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Þar nældi hún sér í gull- og bronsverðlaun.

Hlaupakonan segir að allar íþróttakonur sem hún þekki hafi farið í fóstureyðingu en það sé ekkert talað um það.

„Það er eitthvað að þarna. Það gerði mikið fyrir mig að geta talað um þessa hluti við vini mína. Eftir að ég opnaði á umræðuna hafa konur um allan heim haft samband og þakkað mér fyrir. Það hefur gefið mér ansi mikið,“ sagði Richards-Ross.

„Er ég byrjaði að tala um þetta kom mér á óvart að komast að því hversu margir höfðu sömu sögu að segja.“

Richards-Ross lagði hlaupaskóna á hilluna á síðasta ári eftir glæsilegan feril.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×