Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Stephen M. Duvernay skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun