Fylgdu stuttu þingi eftir með lengsta sumarfríinu í áratug Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fundaði ekki í 41 dag í sumar. vísir/anton Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Engin ríkisstjórn í rúman áratug hefur tekið sér jafn langt frí milli ríkisstjórnarfunda yfir sumartímann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Um sex vikur, eða 41 dagur, leið þá á milli ríkisstjórnarfunda, eða frá 30. júní þar til ríkisstjórnin kom loks aftur saman til fundar 11. ágúst síðastliðinn. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi fundaleysi ríkisstjórnarinnar í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni „Rólegt sumar í ríkisstjórn“. Velti Steingrímur kaldhæðnislega upp þeirri spurningu hvort engin þörf væri á forystu um landsmálin og hvort engin viðfangsefni kölluðu á að ríkisstjórnin að minnsta kosti hittist til að ræða málin. Frá árinu 2013 hafa hlé á ríkisstjórnarfundum yfir sumartímann lengst verulega. Þar til nú í sumar var lengsta hlé á fundum 37 dagar sumarið 2015, hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Það hlé kallaði Árni Páll Árnason, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Íslandssögunni. Nær ómögulegt er þó að sannreyna hvort fríið sé það lengsta í sögunni. Upplýsingar á vef forsætisráðuneytisins ná aðeins aftur til ársins 2009 og rafræn skjalaskráning er tiltölulega ný af nálinni. Fundargerðir á árunum frá síðustu aldamótum til ársins 2006 voru ritaðar á tölvu en einungis varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Við fyrri athugun blaðamanns á málinu fengust þær upplýsingar að það væri nánast ógjörningur að leita í skjalasafni að lengra sumarfríi. En staðfest fékkst að frá árinu 2006 væru ekki dæmi um lengra frí en á umliðnum árum. Fundaleysi sumarsins er ekki síst athyglisvert í ljósi þess hversu óvenjulegt síðasta þing var. Það var sett 6. desember í kjölfar snemmbúinna kosninga í lok október og ný ríkisstjórn ekki formlega mynduð fyrr en 11. janúar. Þingi var svo frestað í byrjun júní. Frá þingsetningu til þingfrestunar fengu þingmenn að auki alls 53 daga í jóla- og páskafrí. Í grein sinni spyr Steingrímur hvort ekki hafi verið tilefni til að ræða alvarlega stöðu sem blasi við sauðfjárbændum í haust, stefnumótun í ferðaþjónustu, stefnu í peningamálum, siðareglur ráðherra og þingmanna og umdeild fiskeldisáform.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira