Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 10:29 Ummæli Trump um óeirðirnar í Charlottesville eru sögð hafa verið óundirbúin og komið aðstoðarmönnum hans á óvart. Vísir/AFP Háttsettir fulltrúar Repúblikanaflokksins hafa hafnað fordómum og hatri eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði mótmælendur kynþáttahaturs að jöfnu við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í gær. Ekki voru hins vegar allir tilbúnir að gagnrýna forsetann beint. Á furðulegum blaðamannafundi í New York í gær fór Trump mikinn um hvernig ofbeldið sem blossaði upp í Charlottesville um helgina í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna væri jafnt öfgamönnunum og mótmælendum þeirra að kenna. Trump sagði jafnframt að margt gott fólk væri í „báðum fylkingum“ en í þeim leyndust einnig svartir sauðir. Kona á fertugsaldri lést þegar tvítugur maður sem hefur verið lýst sem stuðningsmanni nasista ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda á laugardag. Forsetinn hafði áður sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt hvíta þjóðernisöfgamenn strax um helgina. Það var ekki fyrr en á mánudag sem hann nefndi fyrst nýnasista og hvíta þjóðernissinna á nafn og fordæmdi þá en á blaðamannafundinum í gær vatt hann ofan af þeirri yfirlýsingu og bætti í fyrri ummæli sín um að átökin hafi verið báðum fylkingum að kenna.Hafna sekt beggja fylkingaUmmæli forsetans hafa mikið mikla furðu vestanhafs og um allan heim. Hefur Trump verið sakaður um að taka upp málstað hvítra þjóðernissinna. John McCain, ein áhrifamesti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem hefur gjarnan verið einn mest áberandi gagnrýnandi Trump úr þeim ranni, mótmælti Trump beint á Twitter í gær. „Rasistar og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri og fordómum eru ekki siðferðislega jafnir. Forseti Bandaríkjanna ætti að segja það,“ tísti McCain.There's no moral equivalency between racists & Americans standing up to defy hate& bigotry. The President of the United States should say so— John McCain (@SenJohnMcCain) August 16, 2017 Mitt Romney, forsetaframbjóðandi flokksins árið 2012, sagði Trump einnig hafa gert rangt með því að kenna báðum fylkingum um hvernig fór í Charlottesville. „Nei, ekki það sama. Önnur fylkingin er rasískir, fordómafullir nasistar. Hin fylkingin er andsnúin rasisma og fordómum. Siðferðislega ólíkir heimar,“ tísti Romney.No, not the same. One side is racist, bigoted, Nazi. The other opposes racism and bigotry. Morally different universes.— Mitt Romney (@MittRomney) August 16, 2017 Formenn þingnefnda Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings gagnrýndu forsetann einnig. „Ég skil ekki hvað er svona erfitt við þetta. Hvítir þjóðernissinnar og nýnasistar eru illir og það ætti ekki að verja þá,“ sagði Steve Stivers, formaður þingnefndar flokksins í fulltrúadeildinni.I don't understand what's so hard about this. White supremacists and Neo-Nazis are evil and shouldn't be defended.— Steve Stivers (@RepSteveStivers) August 15, 2017 Tveir helstu leiðtogar flokksins í fulltrúadeildinni virtust aftur á móti ekki treysta sér til þess að beina gagnrýni sinni beint að Trump forseta. Þannig gaf Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, út almenna yfirlýsingu á Twitter þar sem hann fordæmdi hvíta þjóðernishyggju og fordóma án þess að nefna forsetann sérstaklega, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Það sama gerði Kevin McCarthy. formaður þingflokks repúblikana í fulltrúadeildinni. Hann sagði ofbeldið og dauða konunnar á laugardag hafa verið beina afleiðingu hatursfullrar orðræðu og gjörða í mótmælum hvítra þjóðernissina.Morðið var hryðjuverkTerry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, tók af allan vafa um báðar fylkingar hafi borið jafna ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville. Nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og hvítir þjóðernissinnar hafi mætt vopnaðir, spúandi hatri og í leit að áflogum. Einn þeirra hafi myrt unga konu í hryðjuverki. „Ríkið okkar og þjóðin er enn að ná sér eftir mestu úthellingar haturs og ofbeldis sem við höfum upplifað í samtímasögunni. Við þurfum raunverulega forystu, það byrjar hjá forsetanum,“ sagði McAuliffe í yfirlýsingu.Yfirlýsing Terry McAuliffe, ríkisstjóra Virginíu, eftir blaðamannafund Donalds Trump í gær.António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn margra leiðtoga alþjóðasamfélagsins sem fordæmdi ofbeldisverkin í Virginíu. „Rasismi, útlendingahatur, gyðingahatur og íslamófóbía eru að eitra þjóðfélög okkar. Við verðum að standa gegn þeim. Alltaf. Alls staðar,“ tísti Guterres í gærkvöldi.Racism, xenophobia, anti-Semitism & Islamophobia are poisoning our societies. We must stand up against them. Every time. Everywhere.— António Guterres (@antonioguterres) August 15, 2017 Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði myndirnar frá Charlottesville viðbjóðslegar þar sem augljós rasismi, gyðingahatur og hatur hafi verið borið á borð. Sagði hann Merkel styðja þá sem mótmæltu öfgahægriskoðunum af því tagi á friðsamlegan hátt, að því er segir í frétt The Independent. Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Háttsettir fulltrúar Repúblikanaflokksins hafa hafnað fordómum og hatri eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði mótmælendur kynþáttahaturs að jöfnu við nýnasista og aðra hvíta þjóðernissinna í gær. Ekki voru hins vegar allir tilbúnir að gagnrýna forsetann beint. Á furðulegum blaðamannafundi í New York í gær fór Trump mikinn um hvernig ofbeldið sem blossaði upp í Charlottesville um helgina í tengslum við samkomu hvítra þjóðernissinna væri jafnt öfgamönnunum og mótmælendum þeirra að kenna. Trump sagði jafnframt að margt gott fólk væri í „báðum fylkingum“ en í þeim leyndust einnig svartir sauðir. Kona á fertugsaldri lést þegar tvítugur maður sem hefur verið lýst sem stuðningsmanni nasista ók bíl sínum inn í hóp mótmælenda á laugardag. Forsetinn hafði áður sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki fordæmt hvíta þjóðernisöfgamenn strax um helgina. Það var ekki fyrr en á mánudag sem hann nefndi fyrst nýnasista og hvíta þjóðernissinna á nafn og fordæmdi þá en á blaðamannafundinum í gær vatt hann ofan af þeirri yfirlýsingu og bætti í fyrri ummæli sín um að átökin hafi verið báðum fylkingum að kenna.Hafna sekt beggja fylkingaUmmæli forsetans hafa mikið mikla furðu vestanhafs og um allan heim. Hefur Trump verið sakaður um að taka upp málstað hvítra þjóðernissinna. John McCain, ein áhrifamesti öldungadeildarþingmaður repúblikana sem hefur gjarnan verið einn mest áberandi gagnrýnandi Trump úr þeim ranni, mótmælti Trump beint á Twitter í gær. „Rasistar og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri og fordómum eru ekki siðferðislega jafnir. Forseti Bandaríkjanna ætti að segja það,“ tísti McCain.There's no moral equivalency between racists & Americans standing up to defy hate& bigotry. The President of the United States should say so— John McCain (@SenJohnMcCain) August 16, 2017 Mitt Romney, forsetaframbjóðandi flokksins árið 2012, sagði Trump einnig hafa gert rangt með því að kenna báðum fylkingum um hvernig fór í Charlottesville. „Nei, ekki það sama. Önnur fylkingin er rasískir, fordómafullir nasistar. Hin fylkingin er andsnúin rasisma og fordómum. Siðferðislega ólíkir heimar,“ tísti Romney.No, not the same. One side is racist, bigoted, Nazi. The other opposes racism and bigotry. Morally different universes.— Mitt Romney (@MittRomney) August 16, 2017 Formenn þingnefnda Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings gagnrýndu forsetann einnig. „Ég skil ekki hvað er svona erfitt við þetta. Hvítir þjóðernissinnar og nýnasistar eru illir og það ætti ekki að verja þá,“ sagði Steve Stivers, formaður þingnefndar flokksins í fulltrúadeildinni.I don't understand what's so hard about this. White supremacists and Neo-Nazis are evil and shouldn't be defended.— Steve Stivers (@RepSteveStivers) August 15, 2017 Tveir helstu leiðtogar flokksins í fulltrúadeildinni virtust aftur á móti ekki treysta sér til þess að beina gagnrýni sinni beint að Trump forseta. Þannig gaf Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, út almenna yfirlýsingu á Twitter þar sem hann fordæmdi hvíta þjóðernishyggju og fordóma án þess að nefna forsetann sérstaklega, að því er kemur fram í frétt The Guardian. Það sama gerði Kevin McCarthy. formaður þingflokks repúblikana í fulltrúadeildinni. Hann sagði ofbeldið og dauða konunnar á laugardag hafa verið beina afleiðingu hatursfullrar orðræðu og gjörða í mótmælum hvítra þjóðernissina.Morðið var hryðjuverkTerry McAuliffe, ríkisstjóri Virginíu, tók af allan vafa um báðar fylkingar hafi borið jafna ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville. Nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og hvítir þjóðernissinnar hafi mætt vopnaðir, spúandi hatri og í leit að áflogum. Einn þeirra hafi myrt unga konu í hryðjuverki. „Ríkið okkar og þjóðin er enn að ná sér eftir mestu úthellingar haturs og ofbeldis sem við höfum upplifað í samtímasögunni. Við þurfum raunverulega forystu, það byrjar hjá forsetanum,“ sagði McAuliffe í yfirlýsingu.Yfirlýsing Terry McAuliffe, ríkisstjóra Virginíu, eftir blaðamannafund Donalds Trump í gær.António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn margra leiðtoga alþjóðasamfélagsins sem fordæmdi ofbeldisverkin í Virginíu. „Rasismi, útlendingahatur, gyðingahatur og íslamófóbía eru að eitra þjóðfélög okkar. Við verðum að standa gegn þeim. Alltaf. Alls staðar,“ tísti Guterres í gærkvöldi.Racism, xenophobia, anti-Semitism & Islamophobia are poisoning our societies. We must stand up against them. Every time. Everywhere.— António Guterres (@antonioguterres) August 15, 2017 Talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sagði myndirnar frá Charlottesville viðbjóðslegar þar sem augljós rasismi, gyðingahatur og hatur hafi verið borið á borð. Sagði hann Merkel styðja þá sem mótmæltu öfgahægriskoðunum af því tagi á friðsamlegan hátt, að því er segir í frétt The Independent.
Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Gagnrýna forsetann harðlega Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. 15. ágúst 2017 08:30
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00