Þá sagðist Conor vera til í að dansa um hringinn með Mayweather fyrir 180 milljónir dollara. Írinn bætti svo við að hann myndi einnig rota Mayweather. Sú spá hefur ekkert breyst.
„Það verður reyndar enginn dans og ég mun klára Mayweather á innan við fjórum lotum. Ég mun stíga fram og ganga frá þessu máli,“ sagði Írin kokhraustur að vanda.
Það er rúm vika í bardaga Conors og Mayweather en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.