Þessar þénuðu mest í Hollywood á leikárinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 13:52 Það væsir ekki um þessar, fjárhagslega. Vísir/Getty Bandaríska leikkonan Emma Stone er hæstlaunaða leikkonan í Hollywood á liðnu ári, að því er fram kemur á lista Forbes yfir hæstlaunuðustu leikkonur 2016-2017. Jennfer Aniston kemur fast á hæla hennar í öðru sæti og Jennifer Lawrence nælir í þriðja sætið. Tekjur Emmu Stone jukust um 160 prósent frá síðasta lista en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala (2,8 milljarða íslenskra króna) frá júní 2016 og til júní 2017, miðað við 10 milljónir dala við síðustu mælingu. Stærsti hluti teknanna skrifaðist á hlutverk leikkonunnar í kvikmyndinni La La Land. Jennifer Aniston hreppti annað sætið með 25,5 milljónir Bandaríkjadala (2,7 milljarða íslenskra króna) í tekjur á tímabilinu. Samningar hennar við Smartwater, Aveeno og Emirates-flugfélagið skiluðu henni bróðurparti summunnar. Jennifer Lawrence, sem átti toppsæti listans síðustu tvö ár, renndi sér niður í þriðja sætið með 24 milljónir dala (2,6 milljarða íslenskra króna) í tekjur síðan í júní á síðasta ári. Fyrri ár naut hún góðs af hlutverki sínu í Hungurleika-seríunni. Þá var Emma Watson í sjötta sæti en hún þénaði 14 milljónir (1,5 milljarð íslenskra króna) Bandaríkjadala á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær inn á lista Forbes og hún er jafnframt eina breska leikkonan á listanum. Í fjórða sæti var leikkonan Melissa McCarthy og Mila Kunis í því fimmta. Þá náðu Charlize Theron, Cate Blanchett, Julia Roberts og Amy Adams einnig inn á listann. Lista Forbes yfir hæstlaunuðu leikkonur Hollywood má sjá í heild sinni hér. Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Bandaríska leikkonan Emma Stone er hæstlaunaða leikkonan í Hollywood á liðnu ári, að því er fram kemur á lista Forbes yfir hæstlaunuðustu leikkonur 2016-2017. Jennfer Aniston kemur fast á hæla hennar í öðru sæti og Jennifer Lawrence nælir í þriðja sætið. Tekjur Emmu Stone jukust um 160 prósent frá síðasta lista en hún þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala (2,8 milljarða íslenskra króna) frá júní 2016 og til júní 2017, miðað við 10 milljónir dala við síðustu mælingu. Stærsti hluti teknanna skrifaðist á hlutverk leikkonunnar í kvikmyndinni La La Land. Jennifer Aniston hreppti annað sætið með 25,5 milljónir Bandaríkjadala (2,7 milljarða íslenskra króna) í tekjur á tímabilinu. Samningar hennar við Smartwater, Aveeno og Emirates-flugfélagið skiluðu henni bróðurparti summunnar. Jennifer Lawrence, sem átti toppsæti listans síðustu tvö ár, renndi sér niður í þriðja sætið með 24 milljónir dala (2,6 milljarða íslenskra króna) í tekjur síðan í júní á síðasta ári. Fyrri ár naut hún góðs af hlutverki sínu í Hungurleika-seríunni. Þá var Emma Watson í sjötta sæti en hún þénaði 14 milljónir (1,5 milljarð íslenskra króna) Bandaríkjadala á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún nær inn á lista Forbes og hún er jafnframt eina breska leikkonan á listanum. Í fjórða sæti var leikkonan Melissa McCarthy og Mila Kunis í því fimmta. Þá náðu Charlize Theron, Cate Blanchett, Julia Roberts og Amy Adams einnig inn á listann. Lista Forbes yfir hæstlaunuðu leikkonur Hollywood má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira