Skóli án aðgreiningar Jón Sigurgeirsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Sjá meira
Í þessari viku hef ég talað við tvær mæður sem báðar áttu barn með Asperger heilkenni. Annað barnið er að komast á unglingsaldur og móðirin taldi engan skilning vera á þörfum þess innan skólans. Hún sagði barnið bráðgreint og næði afbragðsárangri á þeim sviðum sem það einbeitir sér að, en félli illa í mótið sem skólinn setti fyrir „meðalnemandann“. Ég starfaði um tíma hjá Blindrafélaginu þegar skóli án aðgreiningar var settur á legg. Ég fór til stuðnings níu ára barni inn í bekk. Engin þekking var á þörfum þess, engin kunnátta í blindraletri og nemandinn sjálfur sagðist kenna kennaranum að kenna sér. Síðan hefur verið sett á stofn þekkingarmiðstöð sem styður við kennara slíkra barna. Mér er ekki kunnugt um að slík stofnun sé til fyrir börn með innhverfu, ofvirkni eða sértæka námsörðugleika, börn sem hafa hæfileika en þurfa sértækan stuðning til geta nýtt þá sér og öðrum til gagns. Ég hef ástæðu til að ætla að skóli án aðgreiningar hafi ekki verið undirbúinn nægjanlega þegar honum var komið á. Það er svo sem ekkert óvanalegt að við Íslendingar stingum hausnum í sandinn og teljum að hlutirnir reddist. Meðal raka fyrir skóla án aðgreiningar á sínum tíma var að öll börn gætu stundað nám í heimabyggð og ekki þyrfti að senda ung börn frá foreldrum sínum. Þetta eru gild rök. Það var hins vegar ekki tekið tillit til þess að þá þyrfti að „senda“ þekkinguna í heimabyggð. Ég tel þjóðfélagslega óhagkvæmt að hvert sveitarfélag komi sér upp þekkingu á öllum sérþörfum sinna nemenda. Ég tel líka að skóli án aðgreiningar sé feilspor þrátt fyrir ofangreind rök ef það leiðir til lakari þjónustu við nemendur með sérþarfir. Ríkið verður því að veita sveitarfélögunum stuðning svipaðan og Þekkingarmiðstöð blindra veitir. Í almennri umræðu er stundum gagnrýnt hve mörg börn hafa greiningar. Menn telja þær ofnotaðar. Ekki er endilega verið að sjúkdómsvæða hlutina heldur að meta hvernig einstaklingur fellur að því móti sem skólakerfið er og hvar viðkomandi þarf stuðning. Það er ekki endilega miklu meira fé sem þarf heldur hagkvæmt skipulag sem skilar sem bestum árangri og skilgreinir hlutverk ríkis og sveitarfélaga svo og einstakra stofnana þeirra. Við hljótum öll að vera sammála því að uppvaxandi kynslóð er það mikilvægasta í lífi okkar. Allt annað er hjóm eitt. Ekki aðeins sumir einstaklingar heldur sérhver einstaklingur í samræmi við manngildishugsun okkar stjórnarskrár. Framtíð Íslands ræðst af því hvernig við nýtum mannauðinn og leyfum sérhverjum einstaklingi að ná þeim árangri sem hæfileikar viðkomandi leyfa. Nýlega var skólakerfið okkar tekið út af erlendum sérfræðingum og má finna úttektina á vef menntamálaráðuneytis.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun