„Staðreyndir“ Sigurðar Inga Ólafur Stephensen skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ólafur Stephensen Skoðun Tengdar fréttir Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar