Mennirnir grunaðir um hryðjuverkaárásirnar í Barcelona og Cambrils í gær ætluðu að fremja frekari hryðjuverk samkvæmt frétt BBC. Lögreglan í Katalóníu segir að sprengingin í Alcanar á miðvikudag hafi eyðilagt sprengjuefni árásarmannanna samkvæmt. Því hafi þeir þurft að breyta um aðferð og nota bifreiðar til þess að keyra inn í mannfjölda. Yfirvöld höfðu áður sagt að sprengingin tengdist árásunum.
Hinn 17 ára gamli Moussa Oukabir er grunaður um að hafa verið ökumaður sendiferðabílsins sem ók á fólk á Römblunni. Talið er að hann sé á meðal þeirra fimm árásarmanna sem lögregla skaut til bana í árásinni í Cambrils en það hefur ekki verið staðfest.
