Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 18:38 Jared Kushner virðist bera vanhæfni við til að færa rök fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu ekki getað átt samráð við Rússa. Vísir/AFP Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að hafa sagt hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að starfsmenn forsetaframboðs hans hafi ekki getað átt samráð við Rússa vegna þess að þeir hafi verið of óstarfhæfir og óskipulagðir til þess. „Þeir héldu að við hefðum átt í samráði en við gátum ekki einu sinni átt samráð við eigin skrifstofur,“ sagði Jared Kushner, eiginmaður Ivönku Trump og einn helsti trúnaðarmaður forsetans, við lærlingana í gær.AP-fréttastofan segir að vefsíðan ForeignPolicy.com hafi fyrst greint frá ummælum Kushner en þau voru upphaflega ekki ætluð til opinberrar birtingar. AP segist hafa fengið ummælin staðfest hjá aðstoðarmanni fulltrúadeildarþingmanns demókrata.Átti ekki von á að vera á leið í stjórnmálÍ samtalinu við lærlingana er Kushner ennfremur sagður hafa játað að hann viti ekki hvert rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa stefni. Kushner sagðist ekki hafa átt von á að taka við embætti í ríkisstjórninni og því hafi hann ekki gætt nægilega að fundum sínum með erlendum embættismönnum þegar hann skýrði frá þeim á umsókn um öryggisheimild sem háttsettir bandarískir embættismenn þurfa til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Greint hefur verið frá því að Kushner hafi ítrekað uppfært skráningu sína vegna öryggisheimildarinnar. Hann hafi bætt við fjölda funda með erlendum embættismönnum sem hann greindi upphaflega ekki frá. Kushner hefur sagt það hafa verið mistök og drög að umsókn hafi upphaflega verið send óvart.Trump-feðgarnir gætu verið í vandræðum vegna fundar sem sonurinn átti með rússneskum lögmanni í fyrra. Trump eldri er sagður hafa orðað misvísandi yfirlýsingu um efni fundarins.Vísir/AFPSagði frá fjórum fundum með RússumÁður en Kushner kom fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings sem rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum og hugsanlegt samráð framboðs Trump við þá, greindi tengdasonur forsetans frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum en gerði lítið úr vægi þeirra. Kvaðst hann saklaus af öllu samráði og sömuleiðis aðrir starfsmenn framboðsins. Kushner sat meðal annars umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem hafði lofað Donald Trump yngri, syni forsetans og mági Kushner, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Í gær var greint frá því að Trump forseti hafi sjálfur gefið skipanir um hvernig misvísandi yfirlýsing sem Trump yngri gaf út um eðli fundarins skyldi orðuð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði nú í kvöld að Trump hafi „látið skoðun sína í ljós“ á yfirlýsingu sonar síns. Í frétt Washington Post í gærkvöldi voru ráðgjafar forsetans sagðir hafa lagt drög að yfirlýsingu þar sem greint hefði verið nákvæmlega frá fundinum til að forðast að hægt yrði að hrekja lýsingu Trump yngri á honum síðar. Þess í stað hafi Trump gripið í taumana og lesið sjálfur fyrir yfirlýsingu þar sem gert var lítið úr efni fundarins. Í kjölfarið birtu fjölmiðlar hins vegar sífellt nýjar upplýsingar um fundinn og þurfti Trump yngri ítrekað að breyta frásögn sinni af honum.Í myndbandi CNN hér fyrir neðan má sjá Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, svara spurningu um hvort að Trump forseti hafi samið yfirlýsingu sonar síns á blaðamannafundi í dag.WH on POTUS involvement in Russia statement: The President weighed in "as any father would" https://t.co/2vljkpPz5k https://t.co/Nzm5QzyNJB— CNN (@CNN) August 1, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta á að hafa sagt hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að starfsmenn forsetaframboðs hans hafi ekki getað átt samráð við Rússa vegna þess að þeir hafi verið of óstarfhæfir og óskipulagðir til þess. „Þeir héldu að við hefðum átt í samráði en við gátum ekki einu sinni átt samráð við eigin skrifstofur,“ sagði Jared Kushner, eiginmaður Ivönku Trump og einn helsti trúnaðarmaður forsetans, við lærlingana í gær.AP-fréttastofan segir að vefsíðan ForeignPolicy.com hafi fyrst greint frá ummælum Kushner en þau voru upphaflega ekki ætluð til opinberrar birtingar. AP segist hafa fengið ummælin staðfest hjá aðstoðarmanni fulltrúadeildarþingmanns demókrata.Átti ekki von á að vera á leið í stjórnmálÍ samtalinu við lærlingana er Kushner ennfremur sagður hafa játað að hann viti ekki hvert rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa stefni. Kushner sagðist ekki hafa átt von á að taka við embætti í ríkisstjórninni og því hafi hann ekki gætt nægilega að fundum sínum með erlendum embættismönnum þegar hann skýrði frá þeim á umsókn um öryggisheimild sem háttsettir bandarískir embættismenn þurfa til að fá aðgang að leynilegum upplýsingum. Greint hefur verið frá því að Kushner hafi ítrekað uppfært skráningu sína vegna öryggisheimildarinnar. Hann hafi bætt við fjölda funda með erlendum embættismönnum sem hann greindi upphaflega ekki frá. Kushner hefur sagt það hafa verið mistök og drög að umsókn hafi upphaflega verið send óvart.Trump-feðgarnir gætu verið í vandræðum vegna fundar sem sonurinn átti með rússneskum lögmanni í fyrra. Trump eldri er sagður hafa orðað misvísandi yfirlýsingu um efni fundarins.Vísir/AFPSagði frá fjórum fundum með RússumÁður en Kushner kom fyrir tvær nefndir Bandaríkjaþings sem rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum og hugsanlegt samráð framboðs Trump við þá, greindi tengdasonur forsetans frá fjórum fundum með rússneskum embættismönnum en gerði lítið úr vægi þeirra. Kvaðst hann saklaus af öllu samráði og sömuleiðis aðrir starfsmenn framboðsins. Kushner sat meðal annars umdeildan fund með rússneskum lögmanni sem hafði lofað Donald Trump yngri, syni forsetans og mági Kushner, skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton í júní í fyrra. Í gær var greint frá því að Trump forseti hafi sjálfur gefið skipanir um hvernig misvísandi yfirlýsing sem Trump yngri gaf út um eðli fundarins skyldi orðuð. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði nú í kvöld að Trump hafi „látið skoðun sína í ljós“ á yfirlýsingu sonar síns. Í frétt Washington Post í gærkvöldi voru ráðgjafar forsetans sagðir hafa lagt drög að yfirlýsingu þar sem greint hefði verið nákvæmlega frá fundinum til að forðast að hægt yrði að hrekja lýsingu Trump yngri á honum síðar. Þess í stað hafi Trump gripið í taumana og lesið sjálfur fyrir yfirlýsingu þar sem gert var lítið úr efni fundarins. Í kjölfarið birtu fjölmiðlar hins vegar sífellt nýjar upplýsingar um fundinn og þurfti Trump yngri ítrekað að breyta frásögn sinni af honum.Í myndbandi CNN hér fyrir neðan má sjá Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, svara spurningu um hvort að Trump forseti hafi samið yfirlýsingu sonar síns á blaðamannafundi í dag.WH on POTUS involvement in Russia statement: The President weighed in "as any father would" https://t.co/2vljkpPz5k https://t.co/Nzm5QzyNJB— CNN (@CNN) August 1, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Þingnefnd krefur kosningastjóra Trump um opinberan framburð Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump sem sat umdeildan fund með rússneskum lögfræðingi sem bauð skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton gæti neyðst til að bera vitni fyrir opnum dyrum hjá bandarískri þingnefnd. Formenn nefndarinnar hafa stefnt honum til að knýja hann til að mæta. 25. júlí 2017 15:55
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09