922 tveggja mánaða hreindýrs- kálfar settir út á guð og gaddinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Það getur vart talizt til mannúðlegrar eða siðaðrar hegðunar, að stjórnvöld, í þessu tilfelli Umhverfisstofnun, í nafni umhverfis- og auðlindaráðherra, selji veiðimönnum heimildir til að drepa saklaus og varnarlaus dýr, sem ekkert hafa sér til sakar unnið, og, að því er virðist, að ófyrirsynju og óþörfu, og nýti sér þannig blóðþorsta og drápsfýsn kaldrifjaðra veiðimanna, til fjáröflunar, að hluta til fyrir sjálf sig. Umhverfisstofnun rekur happdrætti um dráp á hreindýrum, þar sem miðinn fyrir að fá að skjóta og drepa saklaust dýrið kostar 80.000,00 krónur fyrir kú, en 140.000,00 krónur fyrir tarf. Þetta blóðhappdrætti er til komið af því, að eftirspurnin eftir drápsleyfi er hærri en framboðið, þó ríflegt sé. Sækjast 3.300 veiðimenn í ár eftir gleðinni af að fá að drepa 1.315 þessara fallegu og tignarlegu dýra, sem eru orðin hluti hins íslenzka vistkerfis og auðga það og prýða; Ekki er villt dýralíf of fjölbreytt hér. Sumir þeirra vilja fela sig á bak við orðið „sport“ í þessum ljóta leik. Hreindýrastofninn er um 6.000 dýr, og myndi sjálfkrafa sveiflast upp og niður og haldast í því horfi, sem gróður leyfir, ef hann væri friðaður, að sögn sérfræðinga. Gæti einhver gróðursplilling hlotizt af tímabundið, inni á milli, sem þó myndi jafna sig. Valda kindur miklu meiri skaða á gróðurfari en hreindýr. Ekki verður því séð, að þessi stórfellda drápsherferð gegn hreindýrum eigi nokkurn rétt á sér út frá umhverfis- eða náttúruverndarsjónarmiðum. Burtséð frá þörfinni á þessu blóðbaði, virkar heimild til að drepa 1.315 dýr, af 6.000 dýra heildarstofni, 22% af stofninum, á einu ári, óhófleg og yfirkeyrð. Er af því vond peningalykt. Það sárgrætilegasta og svívirðilegasta við þetta mál er þó það, að frá 1. ágúst má byrja að drepa hreindýrskýr frá kálfum sínum, sem fæðast í lok maí, og eru því rétt tveggja mánaða. Verður þetta að flokkast undir argasta dýraníð; Á vegum Umhverfisstofnunnar! Hver gæti trúað því, að slíkt gæti gerzt í landi sem kennir sig við mannúð, menningu og siðmenntun. Kálfurinn fylgir móður sinni, ef hún er þá ekki drepin í fjáröflunarskyni á vegum Umhverfisstofnunar, fram í apríl árið eftir. Ýtir hún honum þá frá sér, enda nýtt afkvæmi í vændum. Þarf hann þannig á móður sinni að halda allt sitt fyrsta æviár. Það, að drepa móðurina, meðan kálfurinn þarf enn um langt skeið á móðurmjólkinni, umönnun og vernd hennar að halda, fyrir framan augun á honum, og skilja garminn svo einan bjargarlausan eða bjargarlítinn eftir, er ómanneskjulegt og gróft dýraníð. Myndu menn drepa kind frá tveggja mánaða lambi, meri frá tveggja mánaða folaldi eða tík frá tveggja mánaða hvolpi og setja svo blessuð dýrin út á guð á gaddinn? Skora verður á umhverfis- og auðlindaráðherra, að stöðva þennan ljóta leik tafarlaust. Svona drápsaðför fárra tilfinningalausra veiðimanna að varnarlausum, skaðlausum og saklausum dýrum, sem prýða auk þess Ísland og auðga, samræmist vart hjartalagi, tilfinningalífi og afstöðu hins almenna Íslendings til náttúru, dýra og lífríkis landsins. Að lokum má spyrja, hvað þeir menn hugsa og skynja og hvernig hjartalag þeirra manna er, sem liggja í því, að murka lífið úr skaðlausum, varnarlausum, og fallegum lífverum – spendýrum eins og við – og það fyrir framan augun á ósjálfbjarga afkvæmum þeirra. Vart verður slíkt til gæfu!Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun