Kennir þinginu um slæmt og hættulegt samband við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 14:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samband ríkisins við Rússa aldrei hafa verið jafn slæmt og það sé hættulegt. Þá kenndi hann þinginu um ástandið, en hann skrifaði í gær undir frumvarp um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt frumvarpinu getur Trump ekki aflétt þvingunum gegn Rússlandi án aðkomu þingsins. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Bandaríkjanna kusu með frumvarpinu og neyddist Trump í raun til þess að skrifa undir það. Þingið var með það stóran meirihluta að þeir gætu samþykkt frumvarpið án undirskriftar forsetans. Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Hertar aðgerðir gegn Rússlandi eru vegna tilrauna yfirvalda þar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Þar á meðal innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. „Samband okkar við Rússland hefur náð nýjum og mjög hættulegum lægðum. Þið getið þakkað þinginu, sama fólkinu og getur ekki einu sinni fært okkur heilbrigðisþjónustu!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Þegar Trump skrifaði undir frumvarpið í gær sagði hann það vera mein gallað og að mögulega bryti það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Refsiaðgerðirnar sem frumvarpið segja til um snúa að orkugeira og vopnasölu Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi hafa brugðist illa við og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir aðgerðirnar jafnast á við allsherjar viðskiptastríð. Þá sendi Medvedev Trump tóninn á Twitter og sagði þingið hafa spilað með hann.The US President's signing of the package of new sanctions against Russia will have a few consequences: https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The US President's signing of the package of new Russia sanctions ends hopes for improving our relations https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The Trump administration has shown its total weakness by handing over executive power to Congress in the most humiliating way— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51 Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samband ríkisins við Rússa aldrei hafa verið jafn slæmt og það sé hættulegt. Þá kenndi hann þinginu um ástandið, en hann skrifaði í gær undir frumvarp um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt frumvarpinu getur Trump ekki aflétt þvingunum gegn Rússlandi án aðkomu þingsins. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Bandaríkjanna kusu með frumvarpinu og neyddist Trump í raun til þess að skrifa undir það. Þingið var með það stóran meirihluta að þeir gætu samþykkt frumvarpið án undirskriftar forsetans. Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Hertar aðgerðir gegn Rússlandi eru vegna tilrauna yfirvalda þar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Þar á meðal innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. „Samband okkar við Rússland hefur náð nýjum og mjög hættulegum lægðum. Þið getið þakkað þinginu, sama fólkinu og getur ekki einu sinni fært okkur heilbrigðisþjónustu!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Þegar Trump skrifaði undir frumvarpið í gær sagði hann það vera mein gallað og að mögulega bryti það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Refsiaðgerðirnar sem frumvarpið segja til um snúa að orkugeira og vopnasölu Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi hafa brugðist illa við og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir aðgerðirnar jafnast á við allsherjar viðskiptastríð. Þá sendi Medvedev Trump tóninn á Twitter og sagði þingið hafa spilað með hann.The US President's signing of the package of new sanctions against Russia will have a few consequences: https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The US President's signing of the package of new Russia sanctions ends hopes for improving our relations https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The Trump administration has shown its total weakness by handing over executive power to Congress in the most humiliating way— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51 Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Sjá meira
Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51
Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34