Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður niðurlægður vegna undirritunarinnar. vísir/EPA Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira