Forsætisráðherra Rússlands segir Trump niðurlægðan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2017 06:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður niðurlægður vegna undirritunarinnar. vísir/EPA Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Samband Bandaríkjanna og Rússa er hættulega slæmt. Þessari skoðun lýsti Donald Trump Bandaríkjaforseti í gær í kjölfar þess að hann skrifaði undir lög þess efnis að koma á nýjum viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Þvinganirnar eru settar á vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Kveða lögin einnig á um hertar aðgerðir gagnvart Írönum og Norður-Kóreumönnum. Skerða þau jafnframt getu forsetans til að fella niður slíkar þvinganir án samþykkis fulltrúadeildar þingsins. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir frumvarp fulltrúadeildarinnar var Trump einkar ósáttur við hin nýju lög og átti hann í miklum deilum við þingmenn vegna þeirra. Urðu þær deilur engu skárri eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings felldi frumvarp um breytingar á sjúkratryggingalöggjöf ríkisins.Dmitrý Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Nordicphotos/AFP„Sem forseti gæti ég náð mun betri samningum við önnur ríki en fulltrúadeildin gæti nokkurn tímann náð,“ segir í síðustu línu undirskriftar forseta. Þá tísti hann einnig um lögin. „Samband okkar við Rússa hefur aldrei verið verra, það er í hættulegri lægð. Þið getið þakkað fulltrúadeildinni fyrir, sama fólki og gat ekki einu sinni gefið okkur ný sjúkratryggingalög!“ Ef marka má orð Dmitrýs Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, hefur forsetinn rétt fyrir sér þegar hann segir sambandið slæmt. „Þessar þvinganir binda allan enda á vonir okkar um að bæta sambandið við hina nýju ríkisstjórn í Bandaríkjunum,“ sagði Medvedev í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í gær. Medvedev skaut einnig föstum skotum á Trump. Sagði hann að fulltrúadeildin hefði niðurlægt forsetann og að atvikið sýndi algjört vanmætti Trumps. „Þetta er yfirlýsing um algjört efnahagsstríð Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ríkisstjórn Trumps hefur sýnt vanmætti sitt með því að afhenda fulltrúadeildinni framkvæmdarvaldið á niðurlægjandi hátt. Þetta breytir valdajafnvæginu í bandarískum stjórnmálum,“ skrifaði Medvedev. Hélt hann áfram og sagði rótgróna stjórnmálamenn vestanhafs hafa séð við Trump að öllu leyti. „Þessar nýju þvinganir eru til komnar vegna þess að þingið vildi lækka rostann í Trump. Lokamarkmið þess er að koma honum frá völdum. Maður sem er ekki hluti af kerfinu má ekki vera við völd. Ofsahræðsla við Rússa hefur orðið lykilstef í bandarískri utanríkisstefnu, sem hún hefur lengi verið, og í innanríkismálum, sem er nýlunda.“ Að mati Medvedevs setja þvinganirnar þó ekki stórt strik í reikninginn hjá Rússum. Þeir muni halda áfram vinnu sinni við að þróa hagkerfi ríkisins og reiða sig á sjálfa sig. „Það höfum við lært á undanförnum árum vegna lokunar markaða og hræðslu fjárfesta við að fjárfesta í Rússlandi af ótta við að þeim verði refsað.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira