Virkjunarmálið snertir djúpar tilfinningar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. ágúst 2017 09:00 "Svo er stöðugt stuð með Jóhönnu Engilráð og skemmtilegt að uppgötva heiminn og Árneshrepp með henni," segir Agla. Visir/Stefán Þótt Elín Agla Briem sé ekki uppalin í Árneshreppi kann hún vel að meta umhverfið þar og mannlífið og fegurðina sem felst í hvoru tveggja. Hún flutti þangað með dóttur sína, Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur, árið 2014 en bjó að reynslu þriggja ára búsetu þar nokkrum árum fyrr er hún var þar skólastjóri. „Nú titla ég mig þjóðmenningarbónda,“ segir Agla og útskýrir hvernig það kom til. „Ég rakst á mann á netinu sem heitir Stephen Jenkinson sem stofnaði skóla á sveitabæ sínum í Ottawadal í Kanada. Hann hafði unnið í mörg ár við að sitja á dánarbeði fólks og fannst hann sjá menningarstraumana í Norður-Ameríku birtast þar, fór að rannsaka þá, hætti í dauðabransanum og stofnaði þennan skóla. Ég hlustaði á hann gegnum tölvuna og heyrði þar strax tón sem mér fannst fanga það sem ég var að hugsa en náði ekki almennilega utan um. Þannig að ég skrifaði honum og spurði hvort þessi skóli gæti mögulega tengst lífsbaráttu jaðarsamfélaga eins og Árneshrepps. Hann svaraði mér um hæl og sagðist ekki ræða mikilvæg málefni í tölvupósti, best væri að ég kæmi bara í skólann (orphanwisdom.com). Ég var komin þangað út þremur vikum seinna og skráði mig. Þetta var tveggja ára nám með mætingu tvisvar á ári og eftir fyrstu lotuna var eins og hulu væri svipt frá augum mínum, og ég sá að ég gat alveg flutt aftur í Árneshrepp þó það sé ríkjandi skoðun í dag að slíkt sé ekki hægt. Ég veit að marga langar að flytja á slíka staði en upp rís veggur af rökum á móti þeim. Þegar við Jóhanna fluttum norður var bíllinn minn bilaður og ég átti ekki marga þúsundkalla, var ekki með von um vinnu og átti ekkert framtíðarhúsnæði en svo varð þetta ekki flóknara en það að ég fékk far með föðursystur Jóhönnu í sveitina og þannig fluttum við. Það eina sem Árneshreppur þarf, til að líf þar viðhaldist og sú góða menning sem þar þrífst, er fólk sem vill búa þar.“Bryggjan er alvörustaður að sögn Öglu sem hér er með Urðartind á bak við sig.Vísir/StefánAlltaf tími fyrir kaffi og spjall Nú voru þær mæðgur að koma frá Vancouver í Kanada. „Við Jóhanna vorum í bátataxa og fórum fram hjá háhýsum og risasnekkjum og leiðsögumaðurinn sagði: „Alls staðar þar sem fólk er með útsýni yfir hafið er rosalega dýrt að búa. Í þessum háu byggingum kostar ein tveggja herbergja íbúð um 500 milljónir í fjölbýli. Það eru mikil auðæfi sem safnast saman á svona staði.“ Ég hugsaði: Já, ég á enga peninga en ég hef sjóinn fyrir augunum alltaf og tignarleg fjöll í ofanálag.“ En hvernig gengur henni að lifa af? Er hún fjárbóndi eins og flestir í sveitinni? „Gulli, nágranni minn á Steinsstöðum, gaf mér kind síðasta haust. Hún heitir Örlög. Ég þorði loksins að stíga það skref að eignast kind, það er gríðarleg ábyrgð fólgin í því og binding við staðinn. Jóhanna á nokkrar kindur, til dæmis Heimskringlu! Ég hafði aldrei áhyggjur af að við mundum ekki hafa eitthvað að bíta og brenna því annað mundi enginn láta viðgangast. En ég fór í að gera heimasíðu fyrir hreppinn og ýmis smástörf og í fyrrasumar fékk ég starf sem löndunarstjóri og vann með aldursforsetanum í hreppnum, Gunnsteini Gíslasyni, sem hefur sinnt því í áratugi. Það er mikill heiður að vera með honum á bryggjunni því hann er ekkert hættur, sér um alla ísframleiðslu enn þá og er alltaf eitthvað að sýsla. Ef Gunnsteinn er ekki á kaupfélagsplaninu þá er eitthvað að. Bryggjan er alvörustaður og þar sér maður verðmætin verða til. Hetjur hafsins fara út klukkan fjögur á morgnana og koma til baka með nokkur hundruð kíló hver, meðan á strandveiðunum stendur.“ Hún segir mörg störf falla á herðar hvers og eins í fámennu samfélagi og allir séu í miklum önnum. „Samt er alltaf tími fyrir kaffi og spjall og að borða góðan mat þannig að forgangsröðin er rétt,“ bætir hún við brosandi. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er með útibú á Drangsnesi og í Norðurfirði en Agla segir það hafa verið gefið út í vor að báðum þessum útibúum yrði lokað, jafnvel nú á haustdögum því reksturinn gengi ekki sem skyldi. Slíkt sé stórmál. Ekki nóg með það, nýlega fékk hún tölvupóst um að enginn grunnskóli yrði í hreppnum í vetur, því þrjú börn af fimm væru að flytja í burtu. „Svipuð staða kom upp í fyrrasumar. Þá var alger óvissa um skólahald hér í Árneshreppi og það olli okkur Jóhönnu áhyggjum því hvorug okkar vill búa annars staðar. En þá gerðu örlögin eitthvað þannig að það fluttu þrjú börn norður og það fjórða bættist við um áramót. Nú eru þau að fara í burtu en við Vigdís Gríms og Hrefna Þorvaldsdóttir ætlum að reka skólann í vetur og þar verða tvær stúlkur, en við munum vinna með fólkinu í grunnskólanum á Tálknafirði og kíkja reglulega yfir til þess og það til okkar.“ Agla kveðst hafa alist upp í borginni þar sem öll þjónusta er við höndina, ruslið er sótt, göturnar ruddar og heilsugæslan er í hverfinu. Suma grunnþætti vanti fyrir norðan, til dæmis það að bæta veginn á eðlilegan hátt. „Stjórnkerfið er þannig upp byggt að hagkvæmnin skal ávallt trompa allt annað og því er ekki hægt að setja peninga í svona fámenna staði. Við eigum víst bara öll að þjappa okkur saman, helst á svona þrjá staði á landinu,“ segir hún. „Það er erfitt þegar fólk er orðið að einhverri tölu, þá er hætt að vera einhver helgi yfir lífinu – eins og einn sé ekki bara einn og lífið dýrmætt í sjálfu sér. Þegar fólk býr afskekkt veltur eigin velferð á velferð heildarinnar og það er miklu meiri lífsfylling í að vinna út frá þeim gildum en eltast stöðugt við eigin persónulega drauma. Best er þó þegar þetta fer saman. Þetta er það sem ég er að læra. Það er alger synd og skömm ef við sem þjóð missum þessi smáu samfélög því þar lifir vitundarmenningin um að vera bundinn öðrum sterkum böndum, ég kalla það þorpsvitund og það er mikill harmur í því ef hún hverfur. Því er ég að æfa mig í að halda áfram þó að útlitið sé svart.“Agla kveðst aldrei einmana í Árneshreppi.Vísir/StefánKærustu vinir með virkjun Nú berst talið að hinum nýju náttúruverndarsamtökum Rjúkandi. „Við erum nokkur sem stóðum að stofnun samtakanna, mikið til sama fólkið og stóð að tveggja daga málþingi í lok júní vegna hinna fyrirhuguðu virkjunarframkvæmda í Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará. Áhrifasvæði virkjunarinnar er gríðarlega stórt og skerðir ósnortin víðerni Vestfjarða mjög mikið. Það var í einlægni þannig að við vildum heyra um kosti þessarar virkjunar. Þetta mál hefur verið svolítið óskýrt enda er allt lögformlega ferlið gríðarlega flókið og okkur fannst virkileg þörf á að ræða það opinberlega, fengum fyrirtæki, stofnanir og samtök til að reifa málin fyrri daginn, þar með talinn virkjunaraðilann og seinni daginn voru það einstaklingar sem töluðu. Allt var sent út á fésbókinni og þar er það enn þá, síðan heitir Arfleifð Árneshrepps. Þarna mættu 80-100 manns og það voru tvö þúsund að horfa á beinu útsendinguna. Það er greinilega áhugi á málinu, fólk vill kynna sér það og taka upplýsta afstöðu til þess. Þó innan við 50 séu skráðir í hreppnum þá snertir þetta mál alla þjóðina og við erum hluti af mun stærri heimi. Eftir málþingið voru svo samtökin Rjúkandi stofnuð, hefðbundin náttúruverndarsamtök sem vinna að því að upplýsa fólk, fylgjast með ferlinu og gæta þess að ekki sé gengið of harkalega fram gegn náttúrunni og menningarminjum í hreppnum.“ Er hún ekki hrædd um að málið skipti íbúunum í tvær fylkingar? „Jú, svona virkjunarmál eru eldfim og ég held að almennt sé óhætt að segja að það sé sundrung hjá þjóðinni í sambandi við stóriðju og virkjanir, þar eru uppi mismunandi skoðanir. Þessi mál snerta við taug sem liggur djúpt og viðbrögð geta orðið hatrömm. Þetta er í fyrsta skipti sem ég bý í sveit þar sem svona mál kemur upp og mín fyrstu viðbrögð voru ákveðinn ótti um að nú yrði klofningur og það yrði ekki hægt að búa hér. Málið snertir djúpar tilfinningar og því verður ekki breytt þó íbúarnir séu fáir. Ég hef þó séð, eftir því sem vikurnar líða, að það er ekki þannig. Ég er á móti þessari virkjun og hef margar ástæður fyrir því en sumir af mínum kærustu vinum eru meðmæltir virkjun og það breytir því ekki að við búum hér saman og erum vinir og nágrannar og ég er mjög þakklát fyrir að upplifa það. Það gefur mér sannfæringu fyrir því að við séum að gera eitthvað rétt. Það besta fyrir virkjunaraðila er að það komi upp klofningur því þá fer fólk að rífast innbyrðis og það er miklu auðveldara fyrir hann að koma sínum málum fram í sundruðu samfélagi en sterku. Þetta er ekkert útkljáð og auðvitað er erfitt að standa gegn peningaöflunum sem þarna eru að verki. Þar hafa menn heldur ekki í sér heiðarleikann sem heimamenn hafa því þegar stórfyrirtækin sendu út fréttatilkynningar eftir málþingið sögðu þau að meirihlutinn hefði verið með framkvæmdunum, sem er helber lygi og svo hnýttu þau við „það er aðallega aðkomufólk sem er á móti“, sem er ekki rétt heldur. Þarna er hægt að segja ósatt í þágu þess að fá sitt fram, það finnst mér mjög alvarlegt.“Að hugsa um að bjóða Beaty í kaffi Þær Jóhanna voru sem sagt að koma frá vesturströnd Kanada. „Við vorum þar á lítilli og afar fagurri eyju utan við Vancouver sem heitir Salt Spring Island og á næstu eyju, Bowen Island, býr Ross Beaty, stærsti eigandi í HS Orku. Hann er á bak við þessar virkjunarhugmyndir í Árneshreppi sem munu hafa gríðarleg áhrif, ekki bara á náttúru þar heldur líka á samfélagið og menninguna og hvernig sagan verður skrifuð. Þetta sýnir hvað heimurinn er orðinn samtvinnaður. Ross Beaty á í HS Orku gegnum kanadíska orkufyrirtækið Alterra Power sem hann er líka stjórnarformaður í og HS Orka á stærstan hlut í Vesturverki sem er að berjast fyrir virkjuninni í Hvalá. Þannig er Vesturverk í raun handbendi Ross Beaty. Ég fór aðeins að kynna mér hann úti í Kanada, meðal annars gegnum viðtal sem ég las við hann. Hann er milljarðamæringur, var með námur úti um allan heim, í Afríku, Suður-Ameríku og víðar, en breytti sinni stefnu og fór í vatns- og jarðvarmavirkjanir og ber það alltaf á borð að hann sé að framleiða umhverfisvæna orku. Ég hef ekki séð hann tjá sig um í hvað sú orka fari, eins og það skipti ekki máli, það megi bara halda áfram að ná í það sem kallað er græn orka og setja hana í mengandi stóriðju. En sjálfur býr hann sem sagt á einstaklega fagurri eyju þar sem náttúran er óspillt sem er auðvitað gríðarlega verðmætt. Ég var alvarlega að hugsa um að kíkja yfir til hans, bjóða honum í kaffi og segja honum frá lífinu í Árneshreppi. En svo hafði ég engan tíma fyrir það í ferðinni en geri það kannski næst þegar ég á leið þarna um, eða sendi honum bara bréf. Ross Beaty sagðist vera með virkjanaáform úti um allan heim og það væru enn óvirkjaðar ár í British Columbia sem eyjan hans tilheyrir en þar væri orðið dálítið erfitt um vik, bæði væri svo sterkur frumbyggjaréttur að þvælast fyrir og náttúruverndarsamtök. Hann sér greinilega ekki að það sé neinn frumbyggjaréttur hér, kannski hefur hann heyrt að það sé auðvelt að fara fram gegn náttúrunni hér á Íslandi og fá ódýra orku. Þetta er það sem er að knýja þetta mál áfram, gríðarlegir hagsmunir erlendra einkaaðila. Það er talað um að Hvalárvirkjun muni framleiða 55 megavött, en allt er mjög óljóst enn þá. Þetta er spilað þannig að allt sé fyrir afhendingaröryggi Vestfjarða gert, þó er ekkert uppi á borðinu með það og svo er þetta miklu meiri orka en þarf í það. Margir hafa bent á að HS Orku vanti rafmagn til að setja í hinar mengandi verksmiðjur í Helguvík og sé að fara að lenda í dagsektum, þetta sé bara þeirra leið til að ná í orku, þó aldrei sé hægt að rekja það beint, því þeir selja hana bara inn á landskerfið. Ég vildi að þeir töluðu hreint út um hvers vegna þeir vilji gera þetta en auðvitað snýst það um peninga og hagnað. Ross Beaty segir fyrirtæki sitt munu lifa í árhundruð og allt snúist um að hámarka hagnað hluthafanna. Það borgi sig að bæta alltaf við og gera meira og meira, til að lækka stofnkostnaðinn, þá verði arðurinn verðmætari. Svona er þetta byggt upp.“ Agla segir höfðingjana í HS Orku búna að kasta ljósleiðara sem agni til íbúa Árneshrepps. „Það er svo auðvelt að koma og segja: „Heyrðu, við skulum redda ljósleiðara og hvað viljið þið meira? Klæðningu á skólahúsið?“ Það er eitt af samfélagsverkefnunum sem þeir vilja taka þátt í. Þá er heimafólk í erfiðri stöðu og ég skil alveg fólk sem kaupir þetta, þó ég sé ekki sammála því. Byggðastefna á Íslandi er bara stóriðjustefna því með henni geta stórfyrirtæki farið inn í sveitarfélög og lofað gulli og grænum skógum. Ef samfélag er sterkt og heilbrigt þá er þjónustustigið í lagi og þegar gylliboðin koma geta íbúarnir sagt: Bíddu, nei, þarna er bara verið að ganga gegn náttúrunni en ekki verið að hugsa um samfélagið. En þegar búðin er að fara, það þarf að byggja upp veg og skólahaldið er í óvissu þá er eðlilegt að komi upp panikk – og það er hættan. Auðvitað er snúið þegar þessu er stillt upp svona. Því getur verið erfitt að fara á móti svona framkvæmdum, þá getur maður verið sakaður um að vera á móti framförum, jafnvel á móti þessu litla samfélagi og hreinlega ásakaður um að vilja leggja það af, ekkert er þó meira fjarri mér.“Eina sem vantar er ástin Jóhanna er átta ára og hefur fylgst með samtali okkar um leið og hún dundar sér við að skrifa með fallegum dráttum á stóra pappírsörk. Hún er dóttir Hrafns Jökulssonar og á ekki langt að sækja skriftarhæfileikana. Nú vil ég vita eitthvað um rómantíkina í Árneshreppi og spyr Öglu: Átti Hrafn heima í Árneshreppi þegar þú fórst þangað fyrst? „Nei, hann bara spurði hvort ég vildi giftast sér á Trafalgar eða í Trékyllisvík. Það er fræg saga og ótrúlega góð, það skiptir ekki máli hvort ég er í henni eða ekki. Það sem mig vantar kannski helst í Árneshreppi núna er ástin. Rómantíska ástin. En ég hef oft sagt það og trúi því einlæglega að með brúðkaupi okkar Hrafns hafi ég í leiðinni gifst öllu samfélaginu og það er viss rómantík í umhverfinu og því lífi sem þar er lifað. Mér leiðist aldrei þar og ég er aldrei einmana. Að hafa Urðartind innrammaðan sem útsýni úr klósettglugganum og stundum sel á steini fyrir augunum þegar ég er að vaska upp við eldhúsgluggann er algerlega einstakt og ómetanlegt. Svo er stöðugt stuð með Jóhönnu Engilráð og skemmtilegt að uppgötva heiminn og Árneshrepp með henni. Hún er auðvitað líka hjá pabba sínum í Vesturbæ Reykjavíkur stundum og þekkir orðið alls konar húsasund sem hægt er að stytta sér leið í gegnum þar. Jóhanna er eins og selurinn, hún á tvo heima.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Þótt Elín Agla Briem sé ekki uppalin í Árneshreppi kann hún vel að meta umhverfið þar og mannlífið og fegurðina sem felst í hvoru tveggja. Hún flutti þangað með dóttur sína, Jóhönnu Engilráð Hrafnsdóttur, árið 2014 en bjó að reynslu þriggja ára búsetu þar nokkrum árum fyrr er hún var þar skólastjóri. „Nú titla ég mig þjóðmenningarbónda,“ segir Agla og útskýrir hvernig það kom til. „Ég rakst á mann á netinu sem heitir Stephen Jenkinson sem stofnaði skóla á sveitabæ sínum í Ottawadal í Kanada. Hann hafði unnið í mörg ár við að sitja á dánarbeði fólks og fannst hann sjá menningarstraumana í Norður-Ameríku birtast þar, fór að rannsaka þá, hætti í dauðabransanum og stofnaði þennan skóla. Ég hlustaði á hann gegnum tölvuna og heyrði þar strax tón sem mér fannst fanga það sem ég var að hugsa en náði ekki almennilega utan um. Þannig að ég skrifaði honum og spurði hvort þessi skóli gæti mögulega tengst lífsbaráttu jaðarsamfélaga eins og Árneshrepps. Hann svaraði mér um hæl og sagðist ekki ræða mikilvæg málefni í tölvupósti, best væri að ég kæmi bara í skólann (orphanwisdom.com). Ég var komin þangað út þremur vikum seinna og skráði mig. Þetta var tveggja ára nám með mætingu tvisvar á ári og eftir fyrstu lotuna var eins og hulu væri svipt frá augum mínum, og ég sá að ég gat alveg flutt aftur í Árneshrepp þó það sé ríkjandi skoðun í dag að slíkt sé ekki hægt. Ég veit að marga langar að flytja á slíka staði en upp rís veggur af rökum á móti þeim. Þegar við Jóhanna fluttum norður var bíllinn minn bilaður og ég átti ekki marga þúsundkalla, var ekki með von um vinnu og átti ekkert framtíðarhúsnæði en svo varð þetta ekki flóknara en það að ég fékk far með föðursystur Jóhönnu í sveitina og þannig fluttum við. Það eina sem Árneshreppur þarf, til að líf þar viðhaldist og sú góða menning sem þar þrífst, er fólk sem vill búa þar.“Bryggjan er alvörustaður að sögn Öglu sem hér er með Urðartind á bak við sig.Vísir/StefánAlltaf tími fyrir kaffi og spjall Nú voru þær mæðgur að koma frá Vancouver í Kanada. „Við Jóhanna vorum í bátataxa og fórum fram hjá háhýsum og risasnekkjum og leiðsögumaðurinn sagði: „Alls staðar þar sem fólk er með útsýni yfir hafið er rosalega dýrt að búa. Í þessum háu byggingum kostar ein tveggja herbergja íbúð um 500 milljónir í fjölbýli. Það eru mikil auðæfi sem safnast saman á svona staði.“ Ég hugsaði: Já, ég á enga peninga en ég hef sjóinn fyrir augunum alltaf og tignarleg fjöll í ofanálag.“ En hvernig gengur henni að lifa af? Er hún fjárbóndi eins og flestir í sveitinni? „Gulli, nágranni minn á Steinsstöðum, gaf mér kind síðasta haust. Hún heitir Örlög. Ég þorði loksins að stíga það skref að eignast kind, það er gríðarleg ábyrgð fólgin í því og binding við staðinn. Jóhanna á nokkrar kindur, til dæmis Heimskringlu! Ég hafði aldrei áhyggjur af að við mundum ekki hafa eitthvað að bíta og brenna því annað mundi enginn láta viðgangast. En ég fór í að gera heimasíðu fyrir hreppinn og ýmis smástörf og í fyrrasumar fékk ég starf sem löndunarstjóri og vann með aldursforsetanum í hreppnum, Gunnsteini Gíslasyni, sem hefur sinnt því í áratugi. Það er mikill heiður að vera með honum á bryggjunni því hann er ekkert hættur, sér um alla ísframleiðslu enn þá og er alltaf eitthvað að sýsla. Ef Gunnsteinn er ekki á kaupfélagsplaninu þá er eitthvað að. Bryggjan er alvörustaður og þar sér maður verðmætin verða til. Hetjur hafsins fara út klukkan fjögur á morgnana og koma til baka með nokkur hundruð kíló hver, meðan á strandveiðunum stendur.“ Hún segir mörg störf falla á herðar hvers og eins í fámennu samfélagi og allir séu í miklum önnum. „Samt er alltaf tími fyrir kaffi og spjall og að borða góðan mat þannig að forgangsröðin er rétt,“ bætir hún við brosandi. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er með útibú á Drangsnesi og í Norðurfirði en Agla segir það hafa verið gefið út í vor að báðum þessum útibúum yrði lokað, jafnvel nú á haustdögum því reksturinn gengi ekki sem skyldi. Slíkt sé stórmál. Ekki nóg með það, nýlega fékk hún tölvupóst um að enginn grunnskóli yrði í hreppnum í vetur, því þrjú börn af fimm væru að flytja í burtu. „Svipuð staða kom upp í fyrrasumar. Þá var alger óvissa um skólahald hér í Árneshreppi og það olli okkur Jóhönnu áhyggjum því hvorug okkar vill búa annars staðar. En þá gerðu örlögin eitthvað þannig að það fluttu þrjú börn norður og það fjórða bættist við um áramót. Nú eru þau að fara í burtu en við Vigdís Gríms og Hrefna Þorvaldsdóttir ætlum að reka skólann í vetur og þar verða tvær stúlkur, en við munum vinna með fólkinu í grunnskólanum á Tálknafirði og kíkja reglulega yfir til þess og það til okkar.“ Agla kveðst hafa alist upp í borginni þar sem öll þjónusta er við höndina, ruslið er sótt, göturnar ruddar og heilsugæslan er í hverfinu. Suma grunnþætti vanti fyrir norðan, til dæmis það að bæta veginn á eðlilegan hátt. „Stjórnkerfið er þannig upp byggt að hagkvæmnin skal ávallt trompa allt annað og því er ekki hægt að setja peninga í svona fámenna staði. Við eigum víst bara öll að þjappa okkur saman, helst á svona þrjá staði á landinu,“ segir hún. „Það er erfitt þegar fólk er orðið að einhverri tölu, þá er hætt að vera einhver helgi yfir lífinu – eins og einn sé ekki bara einn og lífið dýrmætt í sjálfu sér. Þegar fólk býr afskekkt veltur eigin velferð á velferð heildarinnar og það er miklu meiri lífsfylling í að vinna út frá þeim gildum en eltast stöðugt við eigin persónulega drauma. Best er þó þegar þetta fer saman. Þetta er það sem ég er að læra. Það er alger synd og skömm ef við sem þjóð missum þessi smáu samfélög því þar lifir vitundarmenningin um að vera bundinn öðrum sterkum böndum, ég kalla það þorpsvitund og það er mikill harmur í því ef hún hverfur. Því er ég að æfa mig í að halda áfram þó að útlitið sé svart.“Agla kveðst aldrei einmana í Árneshreppi.Vísir/StefánKærustu vinir með virkjun Nú berst talið að hinum nýju náttúruverndarsamtökum Rjúkandi. „Við erum nokkur sem stóðum að stofnun samtakanna, mikið til sama fólkið og stóð að tveggja daga málþingi í lok júní vegna hinna fyrirhuguðu virkjunarframkvæmda í Hvalá, Rjúkandi og Eyvindarfjarðará. Áhrifasvæði virkjunarinnar er gríðarlega stórt og skerðir ósnortin víðerni Vestfjarða mjög mikið. Það var í einlægni þannig að við vildum heyra um kosti þessarar virkjunar. Þetta mál hefur verið svolítið óskýrt enda er allt lögformlega ferlið gríðarlega flókið og okkur fannst virkileg þörf á að ræða það opinberlega, fengum fyrirtæki, stofnanir og samtök til að reifa málin fyrri daginn, þar með talinn virkjunaraðilann og seinni daginn voru það einstaklingar sem töluðu. Allt var sent út á fésbókinni og þar er það enn þá, síðan heitir Arfleifð Árneshrepps. Þarna mættu 80-100 manns og það voru tvö þúsund að horfa á beinu útsendinguna. Það er greinilega áhugi á málinu, fólk vill kynna sér það og taka upplýsta afstöðu til þess. Þó innan við 50 séu skráðir í hreppnum þá snertir þetta mál alla þjóðina og við erum hluti af mun stærri heimi. Eftir málþingið voru svo samtökin Rjúkandi stofnuð, hefðbundin náttúruverndarsamtök sem vinna að því að upplýsa fólk, fylgjast með ferlinu og gæta þess að ekki sé gengið of harkalega fram gegn náttúrunni og menningarminjum í hreppnum.“ Er hún ekki hrædd um að málið skipti íbúunum í tvær fylkingar? „Jú, svona virkjunarmál eru eldfim og ég held að almennt sé óhætt að segja að það sé sundrung hjá þjóðinni í sambandi við stóriðju og virkjanir, þar eru uppi mismunandi skoðanir. Þessi mál snerta við taug sem liggur djúpt og viðbrögð geta orðið hatrömm. Þetta er í fyrsta skipti sem ég bý í sveit þar sem svona mál kemur upp og mín fyrstu viðbrögð voru ákveðinn ótti um að nú yrði klofningur og það yrði ekki hægt að búa hér. Málið snertir djúpar tilfinningar og því verður ekki breytt þó íbúarnir séu fáir. Ég hef þó séð, eftir því sem vikurnar líða, að það er ekki þannig. Ég er á móti þessari virkjun og hef margar ástæður fyrir því en sumir af mínum kærustu vinum eru meðmæltir virkjun og það breytir því ekki að við búum hér saman og erum vinir og nágrannar og ég er mjög þakklát fyrir að upplifa það. Það gefur mér sannfæringu fyrir því að við séum að gera eitthvað rétt. Það besta fyrir virkjunaraðila er að það komi upp klofningur því þá fer fólk að rífast innbyrðis og það er miklu auðveldara fyrir hann að koma sínum málum fram í sundruðu samfélagi en sterku. Þetta er ekkert útkljáð og auðvitað er erfitt að standa gegn peningaöflunum sem þarna eru að verki. Þar hafa menn heldur ekki í sér heiðarleikann sem heimamenn hafa því þegar stórfyrirtækin sendu út fréttatilkynningar eftir málþingið sögðu þau að meirihlutinn hefði verið með framkvæmdunum, sem er helber lygi og svo hnýttu þau við „það er aðallega aðkomufólk sem er á móti“, sem er ekki rétt heldur. Þarna er hægt að segja ósatt í þágu þess að fá sitt fram, það finnst mér mjög alvarlegt.“Að hugsa um að bjóða Beaty í kaffi Þær Jóhanna voru sem sagt að koma frá vesturströnd Kanada. „Við vorum þar á lítilli og afar fagurri eyju utan við Vancouver sem heitir Salt Spring Island og á næstu eyju, Bowen Island, býr Ross Beaty, stærsti eigandi í HS Orku. Hann er á bak við þessar virkjunarhugmyndir í Árneshreppi sem munu hafa gríðarleg áhrif, ekki bara á náttúru þar heldur líka á samfélagið og menninguna og hvernig sagan verður skrifuð. Þetta sýnir hvað heimurinn er orðinn samtvinnaður. Ross Beaty á í HS Orku gegnum kanadíska orkufyrirtækið Alterra Power sem hann er líka stjórnarformaður í og HS Orka á stærstan hlut í Vesturverki sem er að berjast fyrir virkjuninni í Hvalá. Þannig er Vesturverk í raun handbendi Ross Beaty. Ég fór aðeins að kynna mér hann úti í Kanada, meðal annars gegnum viðtal sem ég las við hann. Hann er milljarðamæringur, var með námur úti um allan heim, í Afríku, Suður-Ameríku og víðar, en breytti sinni stefnu og fór í vatns- og jarðvarmavirkjanir og ber það alltaf á borð að hann sé að framleiða umhverfisvæna orku. Ég hef ekki séð hann tjá sig um í hvað sú orka fari, eins og það skipti ekki máli, það megi bara halda áfram að ná í það sem kallað er græn orka og setja hana í mengandi stóriðju. En sjálfur býr hann sem sagt á einstaklega fagurri eyju þar sem náttúran er óspillt sem er auðvitað gríðarlega verðmætt. Ég var alvarlega að hugsa um að kíkja yfir til hans, bjóða honum í kaffi og segja honum frá lífinu í Árneshreppi. En svo hafði ég engan tíma fyrir það í ferðinni en geri það kannski næst þegar ég á leið þarna um, eða sendi honum bara bréf. Ross Beaty sagðist vera með virkjanaáform úti um allan heim og það væru enn óvirkjaðar ár í British Columbia sem eyjan hans tilheyrir en þar væri orðið dálítið erfitt um vik, bæði væri svo sterkur frumbyggjaréttur að þvælast fyrir og náttúruverndarsamtök. Hann sér greinilega ekki að það sé neinn frumbyggjaréttur hér, kannski hefur hann heyrt að það sé auðvelt að fara fram gegn náttúrunni hér á Íslandi og fá ódýra orku. Þetta er það sem er að knýja þetta mál áfram, gríðarlegir hagsmunir erlendra einkaaðila. Það er talað um að Hvalárvirkjun muni framleiða 55 megavött, en allt er mjög óljóst enn þá. Þetta er spilað þannig að allt sé fyrir afhendingaröryggi Vestfjarða gert, þó er ekkert uppi á borðinu með það og svo er þetta miklu meiri orka en þarf í það. Margir hafa bent á að HS Orku vanti rafmagn til að setja í hinar mengandi verksmiðjur í Helguvík og sé að fara að lenda í dagsektum, þetta sé bara þeirra leið til að ná í orku, þó aldrei sé hægt að rekja það beint, því þeir selja hana bara inn á landskerfið. Ég vildi að þeir töluðu hreint út um hvers vegna þeir vilji gera þetta en auðvitað snýst það um peninga og hagnað. Ross Beaty segir fyrirtæki sitt munu lifa í árhundruð og allt snúist um að hámarka hagnað hluthafanna. Það borgi sig að bæta alltaf við og gera meira og meira, til að lækka stofnkostnaðinn, þá verði arðurinn verðmætari. Svona er þetta byggt upp.“ Agla segir höfðingjana í HS Orku búna að kasta ljósleiðara sem agni til íbúa Árneshrepps. „Það er svo auðvelt að koma og segja: „Heyrðu, við skulum redda ljósleiðara og hvað viljið þið meira? Klæðningu á skólahúsið?“ Það er eitt af samfélagsverkefnunum sem þeir vilja taka þátt í. Þá er heimafólk í erfiðri stöðu og ég skil alveg fólk sem kaupir þetta, þó ég sé ekki sammála því. Byggðastefna á Íslandi er bara stóriðjustefna því með henni geta stórfyrirtæki farið inn í sveitarfélög og lofað gulli og grænum skógum. Ef samfélag er sterkt og heilbrigt þá er þjónustustigið í lagi og þegar gylliboðin koma geta íbúarnir sagt: Bíddu, nei, þarna er bara verið að ganga gegn náttúrunni en ekki verið að hugsa um samfélagið. En þegar búðin er að fara, það þarf að byggja upp veg og skólahaldið er í óvissu þá er eðlilegt að komi upp panikk – og það er hættan. Auðvitað er snúið þegar þessu er stillt upp svona. Því getur verið erfitt að fara á móti svona framkvæmdum, þá getur maður verið sakaður um að vera á móti framförum, jafnvel á móti þessu litla samfélagi og hreinlega ásakaður um að vilja leggja það af, ekkert er þó meira fjarri mér.“Eina sem vantar er ástin Jóhanna er átta ára og hefur fylgst með samtali okkar um leið og hún dundar sér við að skrifa með fallegum dráttum á stóra pappírsörk. Hún er dóttir Hrafns Jökulssonar og á ekki langt að sækja skriftarhæfileikana. Nú vil ég vita eitthvað um rómantíkina í Árneshreppi og spyr Öglu: Átti Hrafn heima í Árneshreppi þegar þú fórst þangað fyrst? „Nei, hann bara spurði hvort ég vildi giftast sér á Trafalgar eða í Trékyllisvík. Það er fræg saga og ótrúlega góð, það skiptir ekki máli hvort ég er í henni eða ekki. Það sem mig vantar kannski helst í Árneshreppi núna er ástin. Rómantíska ástin. En ég hef oft sagt það og trúi því einlæglega að með brúðkaupi okkar Hrafns hafi ég í leiðinni gifst öllu samfélaginu og það er viss rómantík í umhverfinu og því lífi sem þar er lifað. Mér leiðist aldrei þar og ég er aldrei einmana. Að hafa Urðartind innrammaðan sem útsýni úr klósettglugganum og stundum sel á steini fyrir augunum þegar ég er að vaska upp við eldhúsgluggann er algerlega einstakt og ómetanlegt. Svo er stöðugt stuð með Jóhönnu Engilráð og skemmtilegt að uppgötva heiminn og Árneshrepp með henni. Hún er auðvitað líka hjá pabba sínum í Vesturbæ Reykjavíkur stundum og þekkir orðið alls konar húsasund sem hægt er að stytta sér leið í gegnum þar. Jóhanna er eins og selurinn, hún á tvo heima.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Ferðasumarið á Ströndum: Þjófarnir frá Sviss létu okkur líta illa út Í Árneshreppi á Ströndum er að finna veitingastaðinn Kaffi Norðurfjörð. Staðarhaldarar hafa lent í ýmsu á þeim tíma sem þær hafa rekið kaffihúsið. 26. júlí 2016 12:30