Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2017 12:00 Imelda Staunton í hlutverki sínu í Who's Afraid of Virginia Woolf. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira