Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2017 12:00 Imelda Staunton í hlutverki sínu í Who's Afraid of Virginia Woolf. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira