Þóroddur hættir að dæma í haust: Fleiri símaklefar en dómarar á norðurlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2017 13:30 Ekkert svona, Pablo, gæti Þóroddur hér verið að segja. Vísir/Andri Marinó Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín hefur ákveðið að hætta störfum sem knattspyrnudómari þegar tímabilinu í Pepsi-deild karla lýkur í haust. Þetta sagði hann í samtali við íþróttadeild skömmu eftir að hann hafði dæmt viðureign Manchester City og West Ham á Laugardalsvelli á föstudag. Þóroddur stóð sig vel í leiknum og lét það ekki á sig fá að þarna voru saman komnir margir af stærstu knattspyrnustjörnum heimsins. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en samt bara fótbolti, ellefu á móti ellefu,“ sagði brosmildur Þóroddur skömmu eftir að hann hafði flautað til leiksloka á Laugardalsvelli. „Maður sér verkefnið bara þannig.“ Þóroddur hélt upp á 40 ára afmælið sitt á föstudag og því var þetta góð afmælisgjöf fyrir hann að dæma leik hjá stórliðum úr ensku úrvalsdeildinni. Hann sagðist einnig bera ábyrgð á góða veðrinu sem var á leikdag. „Ég kem nú yfirleitt með hana með mér að norðan,“ sagði hann í léttum dúr.Þóroddur hefur verið alþjóðadómari í átta ár og gæti haldið áfram í fimm ár í viðbót og heilan áratug hér á landi. En hann hefur ákveðið að segja skilið við dómgæsluna þegar tímabilinu lýkur í haust. „Þetta er komið gott. Ég er búinn að dæma í efstu deild í tíu ár og allt í allt starfandi fyrir KSÍ í átján ár. Þegar ég byrjaði þá var ég bara með konu og nú hafa bæst fjögur börn við. Ég er líka kominn í nýtt starf á Akureyri sem er afar krefjandi. Það er því komið að því að sinna öðrum málum,“ segir hann. Þóroddur tekur undir að dómgæslan hafi breyst mikið á síðustu árum, rétt eins og knattspyrnan sjálf hér á landi. „Þetta er orðin hálfgerð atvinnumennska hjá dómurum. Það er allt árið undir og gríðarleg vinna sem við þurfum að leggja á okkur til að geta verið í þessu. Hún er miklu meira en nokkur gæti ímyndað sér og gríðarlegar kröfur á okkur.“ Það kvarnar því enn úr hópi reynslumikilla dómara sem Ísland á en Þóroddur hefur eins og margir áhyggjur af endurnýjun í stétt knattspyrnudómara á Íslandi.„Gríðarlegar áhyggjur. Til dæmis eru færri knattspyrnudómarar á norðurlandi en símaklefar eins og staðan er núna. Það verður bara að lagast, það er svo einfalt.“ Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira