Alfreð og Albert þekkjast vel en þeir voru samherjar hjá Heerenveen á sínum tíma. Alfreð yfirgaf hollenska liðið árið 2014 en Albert skipti yfir í PSV ári seinna.
Alfreð og Albert voru teknir af velli eftir um 70 mínútur í leiknum í dag. Þeim tókst ekki að skora frekar en öðrum leikmönnum á vellinum.
Alfreð hefur verið í herbúðum Augsburg frá því í byrjun febrúar 2016. Hann var mikið meiddur á síðasta tímabili og spilaði aðeins 12 deildarleiki.
Albert fór á kostum með Jong PSV í hollensku B-deildinni í fyrra og var í hópi markahæstu manna. Spennandi verður að sjá hvort hann fær tækifæri með aðalliði PSV í vetur.
Finnbogason & Gudmundsson sem voru saman á mála hjá Heerenveen á sínum tíma mættust í æfingaleik í dag.#AUGPSV pic.twitter.com/rIMwVLx0R0
— Gummi Ben (@GummiBen) August 6, 2017