Ásdís Hjálmsdóttir er komin í úrslit í spjótkasti á HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í London.
Ásdís kastaði lengst 63,06 metra og var með níunda besta kastið í undanúrslitunum. Íslandsmetið, sem Ásdís setti í síðasta mánuði, er 63,43 metrar.
Ásdís kastaði 59,53 í fyrsta kasti og 57,28 metra í öðru kasti. En þriðja kastið var frábært og tryggði henni sæti í úrslitum.
Huihui Lyu frá Kína var með besta kastið í undanúrslitunum, 67,59 metra.
Úrslitin fara fram klukkan 18:20 á þriðjudaginn.
Ásdís komin í úrslit
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti


Fleiri fréttir
