Willum um aðstæðurnar í kvöld: Ekki boðlegt Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2017 22:15 Flórídaskaginn stóð ekki undir nafni að mati Willums í kvöld. vísir/andri marinó „Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Við förum héðan hundsvekktir sérstaklega þegar litið er til þess að hann flautar af okkur mark undir lokin þar sem erfitt var að sjá eitthvað brot,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, að leikslokum í kvöld. Aðstæðurnar á Akranesi voru erfiðar og gekk KR-ingum illa að fóta sig. „Það verður að segjast að þetta var varla boðlegt, ég verð að hrósa leikmönnum beggja liða fyrir það að reyna þetta. Þetta snerist ekkert um að spila boltanum, frekar að fara eins stutta leið og mögulegt var og það var miður fyrir fótboltann að spila við þessar aðstæður,“ sagði Willum og bætti við: „Það er erfitt að ætlast til þess að honum sé frestað, við búum á Íslandi og hér er allra veðra von. Þetta var ekta september veður og maður gerir betri kröfur til veðursins í ágúst, sérstaklega eftir gott veður undanfarna daga,“ sagði Willum léttur.Sjá einnig:Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - KR 1-1 | Óskar bjargaði stigi fyrir KR | Sjáðu mörkin KR-ingar lentu í miklum vandræðum með að brjóta niður agað lið ÍA. „Það var ekki að hjálpa að það voru pollar á nokkrum stöðum á vellinum sem menn reyndu að forðast. Þeir voru að stoppa leikinn og menn leituðu frekar í að fara í langa bolta eins og bæði mörkin koma.“ Willum sagði það erfitt að gera kröfur um betri spilamennsku við þessar aðstæður. „Þetta er fótboltinn við svona aðstæður, kröftugur, mikið um návígi og baráttu um seinni boltann en okkur gekk vel að loka á þá fyrir utan nokkur færi í seinni hálfleik. Mér fannst þeir ekki skapa sér neitt í fyrri hálfleik.“ Willum furðaði sig á dómgæslunni undir lokin þegar mark var dæmt af KR. „Ég sá ekki betur en að við höfum skorað löglegt mark, markmaðurinn var frá mínu sjónarhorni aldrei með hendurnar á boltanum og ég held að dómarinn hafi því miður gert mistök þar,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira