Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 08:24 Stephen Miller fer ekki leynt með aðdáun sína á yfirmanni sínum, Donald Trump. Vísir/AFP Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar. Donald Trump Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar.
Donald Trump Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira