Fullyrða að losun gróðurhúsalofttegunda sé vantalin Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 09:57 Rannsóknastöð í Jungfraujoch í svissnesku Ölpunum hefur mælt meiri losun gróðurhúsalofttegundar í Ítalíu en þarlend stjórnvöld gefa upp. Empa.ch Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira