„Skip koma bara og setja fólk í land“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:45 Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt. Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt.
Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30