Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2017 06:00 ÍR-ingar fagna hér bikarmeistaratitli sínum í Krikanum. Vísir/ÓskarÓ ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
ÍR-ingar sóttu bikarinn á heimavöll erkifjenda sinna í FH um helgina og komu í veg fyrir að FH-ingum tækist að verja bikarinn á heimavelli. FH hefði getað unnið bikarinn í tuttugasta sinn en þess í stað hafa ÍR-ingar nú unnið fimm fleiri bikarmeistaratitla en FH í 51 árs sögu Bikarkeppni FRÍ. Munurinn verður hins vegar ekki minni en hann var í Kaplakrikanum á laugardaginn. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu grein og á endanum vann ÍR með aðeins einu stigi. „Það er gaman þegar það er svona gríðarlega mikil keppni á milli liðanna og býr til stemningu í þessu. Það voru ótrúlega góðar aðstæður og gott veður. Rosalega gaman,“ sagði Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, fyrirliði ÍR-liðsins. Hún vildi þó ekki ýta undir ríginn á milli ÍR og FH þrátt fyrir sætan sigur. „Það er ótrúlega gaman þegar liðin eru svona jöfn því þá er þetta miklu meiri spenna og meira undir einhvern veginn og gríðarlega gaman að keppa,“ sagði Hrafnhild. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason kláraði sína grein og þau sex stig komu sér vel fyrir bæði karlaliðið og liðið. En var ekki gaman að taka bikarinn á heimavelli FH? „Það er gaman líka og það er miklu skemmtilegra að vinna á útivelli en á heimavelli,“ sagði Guðni. Guðni Valur var einn af sjö ÍR-ingum sem unnu sína grein en hin voru Andrea Kolbeinsdóttir (1500 m), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk), Tiana Ósk Whitworth (100 m), Guðmundur Sverrisson (spjótkast), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) og Þorsteinn Ingvarsson (þrístökk). FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir var sú eina sem vann tvær einstaklingsgreinar. Hvað breyttist frá því í fyrra þegar FH vann þrefalt? „Það eru margir ungir hjá okkur sem eru að koma sterkir inn. Krakkarnir eru orðnir einu ári eldri. Það er bara eini munurinn. Við verðum hrikaleg eftir ár og ennþá betri eftir fimm ár,“ sagði Guðni og það var gaman að fylgjast með þessum öfluga og skemmtilega strák fagna sigrinum með félögum sínum í ÍR. „Gullið er flottasti liturinn,“ sagði Guðni brosandi að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira