Fjölnir hefur fengið norska miðjumanninn Fredrik Michalsen á láni frá Tromsö út tímabilið.
Michalsen, sem er tvítugur, hefur aðeins komið við sögu í einum leik með Tromsö í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann lék sex deildarleiki í fyrra.
Michalsen verður kominn með leikheimild fyrir leik Fjölnis og KA 9. ágúst næstkomandi.
Grafarvogsliðið hefur tengingu við Tromsö en Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson hefur leikið með norska liðinu undanfarin tvö tímabil.
Fjölnir, sem er í 9. sæti Pepsi-deildarinnar, mætir Breiðabliki klukkan 19:15 í kvöld.
Fjölnir fær aðstoð frá Tromsö
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn

Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Chelsea meistari sjötta árið í röð
Enski boltinn





Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM
Enski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn

Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn