Íslenskur ömurleiki er öryrkjans veruleiki Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2017 12:16 Það er ekki af öfund sem ég sest niður og set orð á blað, mér er einfaldlega ofboðið. Á sama tíma og kjararáð hrúgar afturvirkum launahækkunum á emættismenn og forstjóra ríkisstofnana og skilanefndir klessa fáránlegum bónusgreiðslum á stjórnendur eignarhaldsfélags LBI, já og sumir fá tugi milljóna bónusa bara fyrir að hafa mætt í vinnu, lepur hinn almenni örorkulífeyrisþegi dauðann úr skel. Hvar er sómatilfinning þeirra sem þiggja endalausar viðbætur á laun sín sem voru þó feykihá fyrir og þeirra sem útdeila þeim? Ég gef lítið fyrir ábyrgðastöðu þessa fólks, við vitum í dag að umtöluð ábyrgð er lítil eða engin þegar á hólminn er komið. Það er með ólíkindum hvað kjararáð er taktlaust, eða er þetta í raun stjórnlaust sjálftaka í skjóli þeirra sem peningavöldin hafa? Við erum smáþjóð 340.000 manns, er okkur algjörlega fyrirmunað að sýna sanngirni, að samfélagi okkar sé ekki stýrt þannig að þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verði fátækari. Ég var þeirrar skoðunar einu sinni að við ættum besta heilbrigðiskerfi í heimi, ég var veruleikafirrt, og mötuð á fagurgala stjórnvalda, því heilbrigðiskerfi okkar er gloppótt og glufurnar stórar. Þegar fólk virkilega lendir í heilsufarsáföllum sem snúa lífi þess algjörlega á hvolf, þá er tryggingin lítil. Örorkustimpillinn er dýru verði keyptur, því líf á örorkubótum sem stjórnvöld skammta fólki eru svo smánarlega lág að ekki hægt að lifa af þeim. Að hafa húsaskjól er ekki sjálfgefið í dag og því miður hafa margar fjölskyldur og einstaklingar í okkar samfélagi ekki þak yfir höfuðið og biðlistar öryrkja eftir húsnæði lengjast stöðugt. Kannski að tími sé til komin að sett verði á laggirnar kjararáð sem úrskurði um og ákveði launakjör þeirra sem minnst hafa í þessu samfélagi, öryrkja og ellilífeyrisþega, ég get ekki séð að stjórnvöldum sé treystandi til þeirra ákvarðana. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er ekki af öfund sem ég sest niður og set orð á blað, mér er einfaldlega ofboðið. Á sama tíma og kjararáð hrúgar afturvirkum launahækkunum á emættismenn og forstjóra ríkisstofnana og skilanefndir klessa fáránlegum bónusgreiðslum á stjórnendur eignarhaldsfélags LBI, já og sumir fá tugi milljóna bónusa bara fyrir að hafa mætt í vinnu, lepur hinn almenni örorkulífeyrisþegi dauðann úr skel. Hvar er sómatilfinning þeirra sem þiggja endalausar viðbætur á laun sín sem voru þó feykihá fyrir og þeirra sem útdeila þeim? Ég gef lítið fyrir ábyrgðastöðu þessa fólks, við vitum í dag að umtöluð ábyrgð er lítil eða engin þegar á hólminn er komið. Það er með ólíkindum hvað kjararáð er taktlaust, eða er þetta í raun stjórnlaust sjálftaka í skjóli þeirra sem peningavöldin hafa? Við erum smáþjóð 340.000 manns, er okkur algjörlega fyrirmunað að sýna sanngirni, að samfélagi okkar sé ekki stýrt þannig að þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verði fátækari. Ég var þeirrar skoðunar einu sinni að við ættum besta heilbrigðiskerfi í heimi, ég var veruleikafirrt, og mötuð á fagurgala stjórnvalda, því heilbrigðiskerfi okkar er gloppótt og glufurnar stórar. Þegar fólk virkilega lendir í heilsufarsáföllum sem snúa lífi þess algjörlega á hvolf, þá er tryggingin lítil. Örorkustimpillinn er dýru verði keyptur, því líf á örorkubótum sem stjórnvöld skammta fólki eru svo smánarlega lág að ekki hægt að lifa af þeim. Að hafa húsaskjól er ekki sjálfgefið í dag og því miður hafa margar fjölskyldur og einstaklingar í okkar samfélagi ekki þak yfir höfuðið og biðlistar öryrkja eftir húsnæði lengjast stöðugt. Kannski að tími sé til komin að sett verði á laggirnar kjararáð sem úrskurði um og ákveði launakjör þeirra sem minnst hafa í þessu samfélagi, öryrkja og ellilífeyrisþega, ég get ekki séð að stjórnvöldum sé treystandi til þeirra ákvarðana. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar lsh.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun