UFC tilkynnti í gær að það yrði keppt um tvö belti á UFC 215 sem fram fer í Kanada í byrjun september.
Þá munu þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í bardaga um titilinn í bantamvigt kvenna. Þær áttu að berjast um daginn en þó dró Nunes sig úr bardaganum á elleftu stundu. Nú getur hún ekki flúið aftur.
Þá mun fluguvigtarmeistarinn ótrúlegi, Demetrious Johnson, verja titil sinn gegn Ray Borg. Hann er verja titilinn í ellefta sinn og hafi hann betur verður það met hjá UFC. Hann á metið með Anderson Silva í dag en ætlar að eigna sér það.
Er Johnson stígur inn í búrið verða tæp fimm ár frá því að hann varð meistari í fluguvigtinni. Það er fátt sem bendir til annars en að hann verði það áfram enda enn í hrikalegu formi.
Borg hefur unnið tvo bardaga í röð og fimm af síðustu sex bardögum sínum.
Tveir titilbardagar í Kanada
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti