„Vélræn“ stjórnsýsla er mikilvæg Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. júlí 2017 07:00 Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur komið bersýnilega í ljós að lögin um uppreist æru eru um margt úrelt. Það er eðlilegt að brugðist sé við því og að ýmsir þættir löggjafarinnar verði endurhugsaðir eins og dómsmálaráðherra hefur þegar boðað. Í þeirri vinnu væri hægt að horfa til þess með hvaða hætti væri hægt að hafa skýrari og fyrirfram ákveðin lögbundin viðmið um til dæmis mismunandi brot, fyrirkomulag meðmæla og veitingu starfsréttinda. Í þeirri endurskoðun ætti þó rauði þráðurinn að vera sem hingað til að ekki verði horfið frá því grundvallarsjónarmiði að refsingar miðast við betrunarvist og að henni lokinni eigi einstaklingar rétt á endurkomu í samfélagið með endurheimt borgaralegra réttinda, sem þó er sjálfsagt eins og áður segir að endurskoða hvað muni fela í sér eftir hlutbundnum og fyrirframgefnum ástæðum. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nýlega kom fram að innanríkisráðuneytið hefði í sínu verklagi við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns farið eftir ríkjandi lögbundinni framkvæmdalegri hefð. Því fer fjarri að þar hafi hafi huglæg afstaða eða annarlegar hvatir komið nærri. Ráðuneytið hefur fylgt sama verklagi í áratugi, sama hvaða brot voru undir og þvert á pólitíska ráðherra og ríkisstjórnir til hægri og vinstri. Það er mikilvægt í réttarríki að viðhafa sama verklagið þvert á ríkisstjórnir og sama hvaða einstaklingar og aðstæður eigi í hlut hverju sinni. Því vakti það athygli mína eftir fund nefndarinnar að Svandís Svavarsdóttir orðaði það svo í fjölmiðlum að verklag ráðuneytisins, og þá sérstaklega varðandi fyrirkomulag vegna meðmæla, hafi verið of „vélrænt.“ Þó það sé vissulega þarft að endurskoða lagarammann í kringum verklagið sem snýr að því að veita borgaraleg réttindi eftir afplánun dóma verður í þeirri endurskoðun að fara varlega í að opna fyrir að það verklag verði á einhvern hátt meira háð huglægu mati í hverju máli fyrir sig. Það er einn af hornsteinum stjórnsýslureglna að einstaklingar geti þvert á móti gengið að því vísu að umsóknum þeirra sé mætt „vélrænt“ í stjórnkerfinu. Vélræn vinnubrögð kerfisins má með öðrum orðum kalla til dæmis mikilvægar jafnræðisreglur stjórnsýslunnar – þar sem allir lúta sömu lögmálum varðandi réttindi þeirra og skyldur án nokkurra huglægra atriða. Því er brýnt að við endurskoðun lagaramma vegna veitingar uppreistar æru verði þungamiðjan skýrar og hlutbundnar reglur með viðmiðum sem í engu byggjast á huglægu mati ráðamanna hverju sinni.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun