Á Akureyri vann Breiðablik 2-4 sigur á KA. Þetta var fyrsti sigur Blika síðan 5. júní.
Höskuldur Gunnlaugsson átti stórleik fyrir Breiðablik og lagði öll mörk liðsins upp.
Í Grafarvoginum bar Fjölnir sigurorð af ÍBV, 2-1. Þetta var annar sigur Fjölnismanna í röð.
Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og 14 mínútum síðar skoraði hann sigurmark Fjölnis.
Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.