Spá hátt í 20 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðar í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júlí 2017 10:37 Spákort miðvikudagsins lítur bara alveg ágætlega út. veðurstofa íslands. Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands. Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Það má segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins séu orðnir langeygir eftir sumarveðri á meðan íbúar á Norður- og Austurlandi hafa sleikt sólina og notið blíðviðris undanfarna daga. Hlýjasti dagur ársins var til að mynda á laugardag en meðalhiti var þá 13,2 stig samkvæmt bloggfærslu Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Blíðan fyrir norðan og austan hefur án skipt máli í þeirri hitatölu en hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á þessu ári til þessa mældist á fimmtudaginn á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, 25,9 stig. Höfuðborgarbúar geta þó farið að taka fram stuttbuxurnar og sólgleraugun því síðar í vikunni er spáð sólríku veðri og hátt í 20 stiga hita en í dag verður áfram hlýjast norðaustan til og gæti hitinn þar farið í allt að 25 gráður á stöku stað.Hvassviðri í kortunum sunnanlands á miðvikudag „Þetta lítur bara vel út í vikunni. Það er austlæg átt næstu daga, fram yfir miðja viku, og mjög hlýtt. Í dag og á morgun verður hlýjast á Norðausturlandi og það verður hlýjast á stöðum eins og í Ásbyrgi og annars staðar inn til landsins. Seinni hluta vikunnar fer að snúast í norðaustan átt og strax á morgun má búast við þokulofti við austurströndina og á fimmtudag er spáð einhverri rigningu en þó verður áfram fínasta veður hér vestanlands,“ segir Helga Ívarsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Helga segir að það verði frekar sólríkt sunnan og vestan til en þó ekki eins hlýtt og verið hefur norðaustan lands undanfarið. „Hitinn fer líklegast um og yfir 20 stig í uppsveitum á Suðurlandi og í Borgarfirði en hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki líklegt að hann fari yfir 20 stig þar sem við erum svo nálægt sjónum. En hitastigið gæti þó vel farið hátt í 20 stig,“ segir Helga. Hún bendir svo á að seint annað kvöld fari að hvessa á Suðurlandi þar sem ansi kröpp lægð verður suður af landinu. Því er spáð hvassviðri á Suðurlandi á miðvikudag og gæti orðið allhvasst undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Helga segir að fólk á húsbílum og með tengivagna ætti því að hafa varann á hyggi það á ferðalög á þessum slóðum á miðvikudag. Veðurhorfur í dag og á landinu næstu daga:Suðaustan 5-13 SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað S-til á landinu. Skúrir á stöku stað síðdegis.Hiti 10 til 25 stig, hlýjast á NA-landi.Á miðvikudag:Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu.Á fimmtudag:Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast suðaustantil. Skýjað um landið austanvert og við norðvesturströndina og dálítil rigning austast, en þurrt og bjart að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast suðvestan til.Á föstudag:Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil væta, en skýjað með köflum um landið suðvestanvert og yfirleitt þurrt. Heldur kólnandi veður.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og víða þokuloft norðantil, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt suðvestan til, en rigning fyrir austan. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Veður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira