Nauðsynlegt að fara í uppbyggingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. júlí 2017 20:51 Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá. Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Jökulsárlón og stórt svæði þar í kring var friðlýst í dag. Unnið er að því að svæðið verði sett á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið um eignarhald ríkisins á svæðinu en Umhverfis- og auðlindaráðherra segir skýrt að ríkið eigi landið. Með því að færa svæðið undir þjóðgarðinn er hægt að stýra því og vernda mun betur. Undir það heyra öryggismál ferðamanna við Jökulsárlón og sömuleiðis umgengni á svæðinu. Svæðið sem var friðlýst er gríðarlega víðfeðmt eða um 189 ferkílómetrar og var um leið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð. Heildarstærð þjóðgarðsins er því orðin 14.141 ferkílómetri og nær þjóðgarðurinn nú frá hæsta punkti landsins, Hvannadalshnjúki, og niður að fjöru. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsinguna sem tekur til jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda, en gengið var frá kaupum ríkisins á Felli í Suðursveit í janúar. Ríkið keypti landið á rúman einn og hálfan milljarð með nýtingu forkaupsréttar. Gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum síðasta árs. Björt sagði að um stór tímamót væri að ræða og gleðidag. Félagið Fögrusalir hafði gert tilboð í landið á undan ríkinu og hafði ríkið 60 daga til að nýta forkaupsréttinn. Sýslumaður bókaði það þó ekki fyrr en eftir 66 daga. „Það er alveg klárt að ríkið á jörðina Fell. Við erum bara með þinglýst eignarhald á því og ef að einhver vill fara í mál varðandi, þá verður bara svo að vera, en við bíðum ekki með náttúruvernd.“ Um er að ræða eina fallegustu náttúruperlu Íslands og heimsóttu um 700 manns svæðið í fyrra. Reiknað er með að sú tala verði allt að milljón á þessu ári. Sérstaða landsins er mikil en það er mótað af framgangi og hopi jökla sem einkennist af sérstæðum jökulöldum. Mikil töf hefur verið á uppbyggingu á svæðinu vegna deilna fyrri eigenda og fór hluti þeirra fram á nauðungarsölu jarðarinnar til þess að auðvelda uppbyggingu með því að færa eignarhaldið á eina hendi. Björt segir að þjóðgarðurinn sé með ágætis fjármagn og geti skapað sér sértekjur, meðal annars við Jökulsárlón. Nauðsynlegt sé að fara í uppbyggingu á svæðinu og þá helst uppbyggingu bílastæða. Þá þurfi að auka landvörslu á svæðinu. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og stjórnarmaður í Vatnajökulsþjóðgarði, sagði einnig að mikil þörf væri á uppbyggingu og sérstaklega ef gestafjöldinn verði eins og spár geri ráð fyrir. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður, segir starfsmenn þjóðgarðsins halda áfram starfi sínu. Vatnajökulsþjóðgarður hafi haft umsjón með svæðinu þetta árið og meðal annars hafi salernisaðstöðu verið komið fyrir. Frekari skipulagning sé á dagskrá.
Tengdar fréttir Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Má búast við uppbyggingu eftir friðlýsingu Jökulsárlóns Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritar í dag reglugerð sem felur í sér friðlýsingu Jökulsárlóns og nærliggjandi svæðis sem hluta Vatnajökulsþjóðgarðs. 25. júlí 2017 00:01
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22