Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2017 20:45 Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. „Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu. Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. „Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. „Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“ Grafið frá gangamunna Arnarfjarðarmegin. Byrjað verður að sprengja inn í fjallið eftir miðjan ágústmánuð.Stöð 2/Egill Aðlsteinsson.Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. „Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk buðu lægst í Dýrafjarðargöng. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. 24. janúar 2017 18:30