Að hlaupa úti í víðáttunni fyllir mig frelsistilfinningu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 29. júlí 2017 11:30 "Það sem skiptir mestu máli til að komast alla leið er að æfa vel og fara ekki of hratt svo að skrokkurinn endist alla leið,“ segir Sólveig. Visir/Laufey Elíasdóttir Mér leið betur eftir hlaupið núna en í fyrra og var ekkert eftir mig. Fór beint og fékk mér að borða eitthvað sem boðið var upp á inni í tjaldi en auðvitað var ég smástund að ná mér niður,“ segir Sólveig Guðlaugsdóttir eftir að hafa hlaupið hinn 55 kílómetra langa Laugaveg, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, á 7:16:01, og sigrað í flokki kvenna á aldrinum 60-69 ára. „Ég varð stolt eftir á þegar Ármann, mágur minn, benti mér á að ég hefði slegið brautarmet,“ viðurkennir hún. „Gamla metið er frá 2009 og mismunurinn nemur 25 mínútum.“ Hún segir þó ekki hafa verið kjöraðstæður í ár. „Það var bölvað rok í fangið meira og minna alla leiðina og svo komu svaka dembur. Margir flottir hlauparar héldu ekki fyrri tímum sínum.“ En hljóp hún í einum spretti? „Ég stoppaði á drykkjarstöðum og fékk mér vatn, annað ekki. En ég gekk upp brekkur. Hækkun á Laugaveginum í heild er um 1900 metrar, ef hún er tekin saman. Mestu brekkurnar eru upp í Hrafntinnusker en svo eru þær víða á leiðinni.“ Sólveig kveðst hafa þjálfað sig markvisst fyrir hlaupið frá því í janúar ásamt eiginmanninum Ingvari Kristinssyni. „Við hlupum Laugaveginn í fyrra líka, þá var ég bara ekki orðin nógu gömul! Mér gekk mun betur núna enda höfum við haldið okkur við, en vorum tiltölulega róleg frá september til janúar, svo fórum við að taka á því. Lengsta vegalengd sem við fórum núna fyrir hlaupið voru tæpir 37 kílómetrar í einu,“ lýsir Sólveig og nefnir Heiðmörkina og leiðina upp og niður Esju meðal æfingastaða. „Tvisvar höfum við líka hlaupið frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi upp í Bæjarstaðarskóg og þaðan í Skaftafell.“ Langhlaup kveðst Sólveig ekki hafa farið að iðka fyrr en eftir fimmtugt. „Það má segja að ég sé búin að hlaupa styttri vegalengdir í níu ár. Ég ætlaði að ganga á Hvannadalshnjúk 2008 en varð að snúa við vegna veðurs. Var búin að þjálfa mig fyrir gönguna og vildi svo halda mér í því formi sem ég þóttist vera komin í. Þá fór ég að hlaupa og Ingvar kom fljótlega með mér. Við höfum tekið rólega tíma af og til en þó alltaf getað hlaupið 10 kílómetra án þess að stoppa. Mér finnst þetta ótrúlega góð og skemmtileg hreyfing og verð ábyggilega gutlandi í þessu sporti eitthvað áfram. Ég er ekkert í keppnum úti um allar jarðir og finnst miklu skemmtilegra að hlaupa annars staðar en á malbikinu. Að hlaupa úti í víðáttunni fyllir mig frelsistilfinningu. Helsta vandamálið hjá mér er að mér finnst svo gaman og ég gæti farið miklu hraðar stóran part af vegalengdinni en veit að þá mundi ég ekki duga alla leið. Maður getur skemmt sig á því að muna ekki hvað maður er að gera. Þannig að aðalatriðið er að hafa kollinn í lagi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júlí. Lífið Laugavegshlaupið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Mér leið betur eftir hlaupið núna en í fyrra og var ekkert eftir mig. Fór beint og fékk mér að borða eitthvað sem boðið var upp á inni í tjaldi en auðvitað var ég smástund að ná mér niður,“ segir Sólveig Guðlaugsdóttir eftir að hafa hlaupið hinn 55 kílómetra langa Laugaveg, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, á 7:16:01, og sigrað í flokki kvenna á aldrinum 60-69 ára. „Ég varð stolt eftir á þegar Ármann, mágur minn, benti mér á að ég hefði slegið brautarmet,“ viðurkennir hún. „Gamla metið er frá 2009 og mismunurinn nemur 25 mínútum.“ Hún segir þó ekki hafa verið kjöraðstæður í ár. „Það var bölvað rok í fangið meira og minna alla leiðina og svo komu svaka dembur. Margir flottir hlauparar héldu ekki fyrri tímum sínum.“ En hljóp hún í einum spretti? „Ég stoppaði á drykkjarstöðum og fékk mér vatn, annað ekki. En ég gekk upp brekkur. Hækkun á Laugaveginum í heild er um 1900 metrar, ef hún er tekin saman. Mestu brekkurnar eru upp í Hrafntinnusker en svo eru þær víða á leiðinni.“ Sólveig kveðst hafa þjálfað sig markvisst fyrir hlaupið frá því í janúar ásamt eiginmanninum Ingvari Kristinssyni. „Við hlupum Laugaveginn í fyrra líka, þá var ég bara ekki orðin nógu gömul! Mér gekk mun betur núna enda höfum við haldið okkur við, en vorum tiltölulega róleg frá september til janúar, svo fórum við að taka á því. Lengsta vegalengd sem við fórum núna fyrir hlaupið voru tæpir 37 kílómetrar í einu,“ lýsir Sólveig og nefnir Heiðmörkina og leiðina upp og niður Esju meðal æfingastaða. „Tvisvar höfum við líka hlaupið frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi upp í Bæjarstaðarskóg og þaðan í Skaftafell.“ Langhlaup kveðst Sólveig ekki hafa farið að iðka fyrr en eftir fimmtugt. „Það má segja að ég sé búin að hlaupa styttri vegalengdir í níu ár. Ég ætlaði að ganga á Hvannadalshnjúk 2008 en varð að snúa við vegna veðurs. Var búin að þjálfa mig fyrir gönguna og vildi svo halda mér í því formi sem ég þóttist vera komin í. Þá fór ég að hlaupa og Ingvar kom fljótlega með mér. Við höfum tekið rólega tíma af og til en þó alltaf getað hlaupið 10 kílómetra án þess að stoppa. Mér finnst þetta ótrúlega góð og skemmtileg hreyfing og verð ábyggilega gutlandi í þessu sporti eitthvað áfram. Ég er ekkert í keppnum úti um allar jarðir og finnst miklu skemmtilegra að hlaupa annars staðar en á malbikinu. Að hlaupa úti í víðáttunni fyllir mig frelsistilfinningu. Helsta vandamálið hjá mér er að mér finnst svo gaman og ég gæti farið miklu hraðar stóran part af vegalengdinni en veit að þá mundi ég ekki duga alla leið. Maður getur skemmt sig á því að muna ekki hvað maður er að gera. Þannig að aðalatriðið er að hafa kollinn í lagi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. júlí.
Lífið Laugavegshlaupið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið